Spurt og svarað

Allt sem þú vildir vita

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum. 100% trúnaður.

Sendu okkur spurningu


Fjölskylda : Yfirráð yfir persónulegum eigum

Mega foreldrar mínir taka af mér persónulegar eigur eins og síma, tölvu og föt og leyna fyrir mér hvar þeir eru geymdir?

Ýmislegt : Var nauðgað

Hvað get ég gert ef mér hefur verið nauðgað og vil ekki kæra og líður samt ílla og vil ekki segja mömmu og pabba ??

Ýmislegt : Nám í félagsráðgjöf og tómstundaráðgjöf

Það er eitt sem mig langar að vita. Hvað þarf maður að læra til að verða félagsmálaráðgjafi? :D

Skóli : Vandræði með baðvörð

Hæ,hæ .... sko ég og aðrar stelpur í bekknum mínum erum alltaf svo stressaðar að fara í íþróttir því að það er kona sem er alltaf inni í klefanum,og hún bíður eftir að við klæðum okkur úr, og þá byrjar hún að káfa á okkur. Hún strýkur á okkur bökin og fer svo að framan en við stoppum hana alltaf áður en hún fer lengra. Mamma vill klaga í skólann en ég er ekki viss um að ég þori að sega frá því að þá verð ég svo skömmustuleg :( er ekkert annað sem hægt er að gera en að klaga?

Fjölskylda : Búið að henda mér út

Hvað get ég gert ef það er búið að henda mér út?

Ýmislegt : Stofnun fyrirtækis

Hvenær má ég stofna mitt eigið fyrirtæki?

Ýmislegt : Vinnutími

Hvað má ég vinna marga tíma á viku?

Ýmislegt : Á ég að borga skatta?

Á ég að borga skatta?

Ýmislegt : Hvenær má ég keyra bíl?

Hvenær má ég keyra bíl?

Ýmislegt : Andlegt kynferðisofbeldi?

Mig vantar/langar að vita er til eitthvað sem heitir andlegt kynferðislegt ofbeldi?

Ýmislegt : Er svo ótrúlega feimin

hæhæ.
heyrðu ég veit ekki hvort þetta eigi erindi hérna inn en allt í lagi að prófa :) Ég er semsagt 16 ára stelpa og var svona að spá í hvort að þið hefðuð ekki eithver góð ráð eða gullmola til að hjálpa manni að opna sig. Er svo ótrúlega feimin þori varla að segja nafnið mitt þegar ég er í stórum hópi, samt er mér mjög mikið hrósað og svona en er samt ótrúlga feimin.

Nú ætla ég að taka mig á, lifa lífinu og reyna að opna mig og tala betur við annað fólk. Lumiði á eitthverjum góðum ráðum eða góðum bókum eða eitthvað slíkt :)? Ég ætla nefninlega að taka mig bara á sjálf vil ekki fara til sálfræðings eða eitthvað slíkt því ég veit alveg að ég get opnað mig og verið hress & skemmtileg týpa en þarf bara að leggja mig fram og langar að vita hvort þið hafið eitthver ráð handa mér :D? Fyrirfram þakkir!

Kynlíf og sambönd : Ástarsorg

Hæ hæ.  Ég var á föstu með stráki. Ég veit að ég er heldur ung og allt það. Ég var ótrúlega ástfangin af honum og svo sagði hann mér upp. Og ástæðan var sú að hann vildi ekki eiga kærustu í augnablikinu og svo 2 dögum síðar byrjaði hann með vinkonu sinni. Hún sagði mér á msn að hann hafi ekki viljað sofa hjá mér að því að ég væri byrjuð á blæðingum. HVað er eiginlega að þessum krakka?????Hann er 13 ára! Hann er núna búin að vera með þessari stelpu í 2 daga og er búin að kyssa hana. Á MUNNIN! Hann kissti mig rétt á kinnina. Búið! Ég veit ég á að gleyma honum og finn annan miklu betri en það er svo erfitt að gleyma honum. Hann var svo góður og yndislegur. Hann kom mér alltaf til að hlæja og mér þótti svo vænt um hann. Allt sem ég sé eða geri minnir mig á hann. Hann hafði einga ástæðu til að segja mér upp. Alls enga. Hann vildi að við verðum vinir áfram en ég er svo reið út í hann. Hann er algjör lygari og ótrúlega leiðinlegur við vinkonu mína. Hann var alltaf að reyna að breyta mér. Ég er bara eins og ég er og hann gat einfaldlega ekki sætt sig við það og sagði mér upp. Ég get ekki gleymt honum. Hvað á ég að gera???

Ýmislegt : Útivistartími

Ég veit að útivistartíminn segir að ég verði að vera kominn inn klukkan 22 á þessum tíma árs en hvernær má ég fara út aftur? Ég er að bera út Fréttablaðið og tek oft þrjú auka svæði og þá þarf ég að byrja um fimm leytið á nóttunni. Er það í lagi?

Skóli : Framkoma starfsfólks skóla

Hæhæ...
Er leyfilegt að skólaliði eða gangavörður kalli mann eða vinkonur sínar ,,Óþroskaða belju'' ef maður er lengi að klæða sig og koma sér út?

Hvað á ég að gera næst þegur hún kallar mig eða vini mína þetta næst?

Ýmislegt : Frístundakort ÍTR og líkamsræktarstöðvar

Er ekki hægt að láta styrkinn frá ÍTR gilda til líkamsræktar í World Class, en þar er ég með árskort og það er mín íþróttaiðkun og mér finnst óréttlátt að fá ekki styrk vegna þess.

Fjölskylda : Sjálfsaflafé - Umgengni

Á pabbi minn rétt á því að taka tölvuna mína af mér sem ég keypti fyrir mína eigin peninga sem ég vann mér inn fyrir sjálf ? Og á ég rétt á því að ef foreldrar mínir séu að fara að skilja, og ég og systir mín eigum að heimsækja pabba aðra hverja helgi, á ég þá rétt á því að heimsækja hann ekki... aldrei... ?

Síða 20 af 30

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica