Spurt og svarað

Allt sem þú vildir vita

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum. 100% trúnaður.

Sendu okkur spurningu


Kynlíf og sambönd : Mega tveir 13 ára krakkar hafa kynmök???

Mega tveir 13 ára krakkar hafa kynmök???

Skóli : Einelti í skóla

Ég er 13 ára stelpa og ég hef orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi af bæði kennurum og nemendum, í tveimur skólum.

Ég var núna að breyta um skóla (þegar að þetta skólaár byrjaði) og mér líkaði mjög vel fyrst en núna er aðeins farið að breytast. Ég er ekki beint lögð í einelti en það er eins og það sé ekkert tekið eftir mér í skólanum mínum... þegar að það eru tímar er ég alltaf ein útí horni og allar hinar stelpurnar í einum hóp,  Ég á reyndar eina mjög góða vinkonu í bekknum en hún er oft í námsverinu svo að ég hitti hana sjaldan... síðan eru líka 4 stelpur í hinum bekknum (samt í sama árgangi) sem að eru vinkonur mínar en ein þó aðalega ég veit ekki hvað ég get gert ég hitti þær aldrei nema í gati og matarhléum og síðan bara búið ekkert meir og ef ég reyni að koma mér innaní hópinn í mínum bekk þá fer alltaf allt í steik og klessu bara allir labba í burtu og ég vil ekki að ég verði lögð í einelti aftur og langar að stoppa það í byrjun.

Ég fer til námsráðgjafans einu sinni í viku en ég þori ekki að segja henni neitt um þetta og ekki þori ég að tala við mömmu eða kennarann vegna þess að ég er hrædd um að mamma reyni að tala við kennarann og að hann geri ekki neitt eins og í hinum gömlu skólunum mínum..

og svo er eitt enn get ég kært kennarann minn (gamla kennarann minn) fyrir það að hlusta ekki á mig og að ég var lamin af krökkunum og það var ekkert gert og hún í rauninni tók bara þátt í eineltinu.. hvað get ég gert mig vantar ráð takk fyrir.

Vinir og félagslíf : Vinkonuvandamál

Ég á vinkonu sem á aðra vinkonu, eða í raun ekki vinkona heldur svona stelpa sem hangir utan í henni allan daginn, og ef ég ætla að reyna að tala við hana þá segir hún alltaf „komdu“ og dregur hana í burtu. Hvað á ég að gera? Þessi stelpa er einu ári eldri en ég.

Skóli : Ein og líður illa í nýjum skóla

Ég er í framhaldsskóla og mér líður ömurlega í honum ég á enga vini í skólanum útaf ég er svo feimin þannig ég ákvað að byrja í leiklistinni en ég var svo feimin í því þannig eg hætti bara ég er að missa sjálftraustið mitt ég er samt alltaf hress með vinum minum en engin af vinum minum eru í skólanum mínum

sé rosa eftir að hafa farið í þennan skóla ég vil helst ekki mæta lengur og það munar svo litlu að ég verði rekin úr honum. Ég þoli virkilega ekki þennan skóla ég vil helst fara í skóla með vinum mínum hvað get ég gert og hvað ef ég fell á mætingu og get ekki skipt um skóla ég bara get ekki verið í aðra önn í þessum skóla.

Kynlíf og sambönd : Langar að sofa hjá kærastanum

hæ, hæ.ég er 12 ára og ég hef áður kysst strák í sleik en núna er ég með öðrum og okkur langar rosa að sofa hjá hvort öðru, megum við það?

Kynlíf og sambönd : Neyðarpillan

Hæ hérna ég gerði það í fyrsta skiptið með kærastanum mínum og vorum ekki með smokk er smá hrædd um að verða ólétt er ekki eitthvað lyf sem hindrar mann að verða óléttur

Heilsa og líðan : Þyngd

Góðan dag. Ég er ad spá hvað er meðalþyngd 13-18 ? Ég er 67,5 kg og margir tejla mig feitan, vonandi fæ ég svar a næstunni.

Fjölskylda : Má henda mér út án ástæðu? - Mega foreldrar vaða inn í herbergið mitt?

Getur mamma mín hent mér út án ástæðu, og hefur mamma mín rétt á að kenna mér um allt það slæma sem gerist í lífi hennar? (það koma engin önnur hennar börn til greina að gera það nema ég af fáranlegum ástæðum).

Hefur hún mamma og stjúppabbi minn rétt á því að fra inní læst herbergið mitt eða ólæst herbergið mitt og vaða í allt? Væri mjög gott að fá svör sem fyrst. :) Og eitt enn hvar er barnaverndarnefndin á Akranesi?

Fjölskylda : Rifrildi - Heimilisofbeldi

Hææ ég er að senda hérna fyrir vinkonu mína.. en við erum að spá er það heimilisofbeldi að hafa þurft að þola eit og hálft ár að rífast við foreldra sína svona 4-5 sinnum í viku,, endaði svo eiginlega alltaf með ógnum eða hótunum..

:S hún vildi fremja sjálfsmorð en það var hringt í barnaverndarnefnd þannig að hún er á lífi ennþá.. en málið er að það var bara hringt einu sinni og svo allt búið.. mér þykir mjög vænt um hana og ég veit ekki hvað hún á að gera.. hún hefur verið að tala við kennarann okkar.. og hann sendi hana til sálfræðings í skólanum til að gá hvort hún væri þunglynd.. hún er ekki alvarlega þunglyndi en með hræðslu, kvíða og depurð.. og háu stigi.. en hún vill ekki láta hringja heim til sín.. því hún var lamin eitthvað smávegis þegar það var hringt síðast heim... er þetta mjög alvarlegt heimilisofbeldi??

hvað á ég að gera fyrir hana?? Vantar hjálp til að hjálpa henni.. get ekki horft á hana á msn.. 

Ýmislegt : Til útlanda án leyfis foreldra?

hæ, ég er 16 ára og mig langar að fara til útlanda þegar skólinn er búinn, þá aðallega bandaríkjanna. þarf ég að fá leyfi forledra?? Hafa þau rétt til að banna mér að fara?

Skóli : Rifrildi í bekknum

Mér finnst svolítið leiðinlegt að það er alltaf eitthvað vandamál í bekknum og ég er orðin allveg svakalega þreytt á því. Þetta er sko alls ekki venjulegur bekkur!!!! Við rífumst stöðugt. Það er til dæmis eitt vandamál og svo kemur strax annað. Við getum alldrei verið bara vinkonur!!! Geturðu hjálpað okkur?

Vinir og félagslíf : Vinkona mín baktalar mig

Mér finnst svolítið leiðinlegt að ein vinkona mín, eða eiginlega er allveg rosalega skemmtileg og góð við mig en um leið og ég er farin frá henni fer hún að baktala mig.

Og svo er hún búin að segja eitthvað rosalega ljótt og ég segi að ég muni aldrei aftur fyrirgefa henni en svo gerist það bara sjálfkrafa án þess að ég vilji það en hún er svo skemmtileg en hún segir líka svo ljóta hluti á msn og netinu geturu sagt mér hvað ég á að gera

Skóli : Heimakennsla

Er hægt að fá heimakennslu án þess að maður er fatlaður eða með aðra sjúkdóma? Það er að segja af foreldrum eða einkakennara? (Af foreldrum ef þau hafa kennsluréttindi.)

Fjölskylda : Ábyrgð foreldra

Hver er ábyrgð foreldra?

Skóli : iPod og GSM símar teknir af nemendum

Telst það ekki sem stuldur ef kennari tekur síma/iPod úr vasa eða höndum nemanda og nemandi neitar í skólum? Einn stærðfræði kennarinn í skólanum mínum sagði að ef einhver myndi taka eitthvað af skrifborðinu sínu eða hillunni myndi sá fara til skólastjóra fyrir stuld...

Nokkrum dögum áður hafði hann tekið iPod sem verið var að nota af einum nemanda... Það má vísa manni úr tíma en ekki taka hluti af manni ófrjálsri hendi, er það nokkuð? Kennarinn sagði að það standi í skólareglum að símar og önnur tól mega vera gerð upptæk... En skólareglur eru ekki landslögum æðri er það nokkuð?

Ýmislegt : Forsjárhyggja og foreldravald

Mér finnst að lögin eiga ekki að ráða hvenær maður fer heim til sín, það ætti bara að vera foreldrar sem ráða því og ef maður vill ekki vera hjálm þá ætti maður bara að ráða því sjálf(ur)... Kannski bara að segja manni frá áhættunni um að vera ekki með hjálm í skólum og leyfa manni að ráða sjálfur. Ég ætti að ráða hvort ég setji hjálm á hausinn á mér þótt hjálmurinn getur varið mig frá varanlegum skaða eða dauða... Það þarf alltaf að setja lög um það sem tengist unglingum og börnum. Örugglega af því fólkið sem gerir lögin heldur að maður geti ekki passað sig sjálfur... Og afhverju eru barnaverndarlög? Afhverju eru ekki sömu lög fyrir alla?

Síða 21 af 30

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica