Vinir og félagslíf : Vinkona mín hætti að tala við mig.

Vinkona mín hætti að tala við mig og vill ekki leika eftir skóla. Hún segir særandi hluti við mig og hlær að mér. Veit ekki hvað ég á að gera. 

Kynlíf og sambönd Vinir og félagslíf : Má kyssa strák 12 ára

Má kissa strák eða fara í sleik við einhvern strák á aldrinum 12?

Heilsa og líðan Kynlíf og sambönd Vinir og félagslíf : Besta vinkona sagði frá nauðgun

Besta vinkona sagði mér fyrir nokkrum mánuðum að henni hefði verið nauðgað en eg spurði ekki út í það þanig eg veit ekki neit hvað gerðist og ég veit ekki hvort hann hefði bara káfað á henni en ég veit svona nokkurn veigin hvar þetta gerðist Hin vinkona mín veit líka af þessu og fyrrverandi kærasti bestu vinkonu minnar en ég er ekki neitt búin að tala við hann um þetta þanig ég veit ekki hversu mikið hann veit en ég talaði við vinkonu mína og við ætluðum bara að tala við mömmu hennar en við þorðum því ekki því við viljum ekki missa hana því hún sagði að við myndun áls ekki segja og kannski hefur henni verið nauðgað 2 en ég er ekki viss því ég fékk ekki nóu miklar upplýsingar. Ég þori ekki að hringja á 112 því hún sagði mér þetta fyrir nokkrum mánuðum og þetta gerðir fyrir 1 og hálfu ári og ef ég myndi hringja á 112 hvað myndu þeir þá gera. Ég velt að við eigum að segja löggunni ég bara gæti ekki misst hana.

Kynlíf og sambönd Vinir og félagslíf : Langar að eignast kærasta

Mér lanngar rosalega til að eignast kærasta. Ég er skotin í einum strák í bekknum mínum en ég veit ekki hvort honum líkar við mig og eg þori ekki að spurja hann

Vinir og félagslíf : Ég og vinkona mín lentum í rifrildi

vinkona mín og ég lentum í smá rifrildi. við fórum til skólastjórans að reyna laga þetta því við töluðum ekki við hvor aðra. þegar við vorum þar sagði hún markt leiðinlegt. t.d. að ég væri leiðinleg við hana og pirrandi. það særði mig því að ég er frekar viðkvæm persóna. svo talaði kennarinn okkur um þetta og við ''leystum þetta'' ég er ennþá mjög sár og langar ekki að tala við hana. ég hef verið að berjast líka við kvíða og fynst ég stressast meira upp fyrir skólanum og öllu því útaf þessu. hvað á ég að gera?

Vinir og félagslíf : Unglingadeildir í björgunarsveitum

Vitið þið hvað fylgir því að byrja í björgunarsveitinni ef það et hægt a þessum aldri?

Heilsa og líðan Vinir og félagslíf : Vinkonu líður mjög illa

Þetta erindi hefur verið stytt af umboðsmanni barna.

Það er þessi stelpa í skólanum mínum sem að ég hef alltaf þekkt sem skemmtilegu, hressu og glöðu stelpuna en nýlega hef ég verið að kynnast henni betur og betur. En eitt kvöldið þegar við vorum samferða heim úr félagsmiðstöðinni stoppuðum við fyrir utaf húsið hjá henni og fórum að tala saman og hún algjörlega brotnaði niður fór að gráta og fór að tala um að henni leið svo rosalega ílla alltaf og langaði ekki að lifa lengur.

Hún sagði: Þegar mamma greyndist með krabbamein varð ég mjög þunglynd og leið svakalega ílla alltaf en enginn tók eftir því vegna þess að það voru allir svo uppteknir af því hvað mamma var veik svo ég fékk litla sem enga athygli frá fjölskylldu minni. Mamma sigraðist á krabbameininu og varð heil heilsu en ég var ennþá þunglynd og var farin að skera mig mikið og reyna að fremja sjálfsmorð því mér leið svo ílla að ég sá enga leið út en mamma tók svo eftir því hvernig mér leið og var farin að sjá meiðslin sem ég hafði gert við sjálfan mig svo hún sendi mig til sálfræðings sem hjálpaði eiginlega ekkert og mér fannst eins og allri fjölskyldunni minni væri allveg sama um mig vegna þess að það voru alltaf allir að skamma mig og hvað sem ég reyndi var aldrei neitt nógu gott sem ég gerði. Líka fór ég að detta úr vinahópnum mínum og vinir mínir voru hættir að vera með mér og þá fór ég að vera mikið ein sem er ekki gott fyrir mig því þá er það eina sem ég hugsa um er hversu mikið mig langar að deyja. Ég þori ekki að segja neinum og hef aldrei gert það fyrr en núna. Þú ert sú fyrsta sem ég hef sagt frá hvernig mér líður í alvöru og mig vantar hjálp ég veit það en vill ekki segja mömmu og pabba og ég veit að ef ég segja einhverjum fullorðnum seigja þeir strax mömmu og pabba. Ég veit ekki hvað ég á að gera viltu hjálpa mér.

Ég hafði aldrei lent í neinu svona áður og vissi lítið hvað ég gat sagt við hana þar sem ég var farin svo mikið að gráta sjálf. Mín spurning til ykkar er hvað á ég að gera? Eru kennarar og skólasálfræðingar skildugir til þess að tilkynna allt svona til foreldra þó að barnið vilji það ekki? Geriði það hjálpið mér mig langar svo mikið að geta hjálpað þessari frábæru og yndislegu stelpu.

Vinir og félagslíf : Vinkonur í fýlu

Mér líður skringilega því að vinkonur mínar eru í fýlu í við hvor aðra og ég get ekki leikið við báðar í einu. Þær kalla hvora aðra hálfvita og margt fleira. Hvað á ég að gera????

Vinir og félagslíf : Líður hræðilega og finnst eins allir hati mig

Mér líður alveg hræðilega. Mér finnst eins og ég sé bara fyrir öllum og allir hati mig. Ég á enga vini í skólanum, er lögð í einelti og líður alveg hræðilega. Hjálp!

Vinir og félagslíf : Feimin en langar að kynnast stelpu

Ég er 11 ára stelpa og á fáa vini og er rosalega feimin. Mér langar rosalega til að kynnast einni stelpu sem er 1 ári yngri en ég. Ég hef aldrei talað við hana en veit að hún sé skemmtileg....

Hvernig á ég að byrja að tala við hana?????

Vinir og félagslíf : Besta vinkonan hætt að tala við mig

Hæ, hæ ég er 13 ára stelpa sem á við eitt vandamál að stríða. Vinkona mín sem var besta vinkona mín er hætt alveg að tala við mig hún hringir aldrei og getur aldrei leikið og er alltaf að gera einhvað annað. Um daginn hringdi ég í hana og þá sagðist hún að vera að fara að passa litla stelpu. En svo sá ég hana að hanga í sjoppu að tala við vinkonur sínar. Hvað á ég að gera? Á ég að halda áfram að reyna að hafa samband við hana?

Vinir og félagslíf : Vinsældir

Ég hef allt mitt líf verið óvinsæl, en núna allt í einu eru vinsælu krakkarnir farnir að segja að ég sé geðveikt skemmtileg og eru farnir að spyrja eftir mér.  Er þetta algengt á unglingárunum ?

Vinir og félagslíf : Vinalaus II

Ég sendi bréf um dagin og svarið hjálpaði mér mjög lítið. Ég vil ekki tala um það við foreldra mína að ég eigi enga vini og engin vilji vera með mér eða tala við mig. Ég hef oft nefnt þetta við umsjónarkennarann minn, það er enginn námsráðgjafi, engin félagsstörf eða neitt á veturna eru íbúar á staðnum sem ég bý á langt undir 100, það er ekki æft neinar íþróttir og þannig ég vil meira hvernig ég gett bætt félagslegt líf mitt í skóla og utan hans. Hvort ég geti kannski tekið það í skrefum.

Vinir og félagslíf : Vinalaus

Ég bý á littlum stað og á ekki marga vini ég hef verið llögð í einelti og veit um fleiri í skólanum sem eru lagðr í einelti en mér líður samt ekki eins illa eins og mér leið.

En ég held að eineltið sé hætt en einginn vill tala við mig, þegar ég reyni að segja eitthvað koma alltaf einhverjir stælar á móti og ég er ekki viss hvað ég á að gera til að eignast vini aftur p.s. ég elska fótbolta en það er ekki hægt að æfa þar sem ég bý. Ég á kannski einkverja fótbolta vini en þeir tala bara við mig þegar við erum í fótbolta svo er ég ekki neitt. Ég geri það alltaf um að ég sé bara svo góð að þau þori bara ekki að sega neitt við mig.

Vinir og félagslíf : Tölvuleikir og kvikmyndir

það er fáránlegt að það séu lög sem banna aðgang að leikjum og bíómyndum þar sem það sé búið að loka kvikmynda og tölvuleikjaeftirliti ríkisins. núna ráða kvkmyndahús og evrópsk stofnun (pegi) hvað við undir 16 megum spila og horfa á. svo er ekkert samræmi milli hvaða tölvuleiki við megum spila og hvaða bíómyndir við megum spila, því flestir leikir sem eru bannaðir 16 samsvara bíómyndum sem eru bannaðar innan 12. því ætti annaðhvort að leggja af þessi lög eða opna kvikmynda og tölvuleikjaeftirlit ríkisins.

Vinir og félagslíf : Vinkonur eða óvinkonur?

Það er soldið skrítið með vinkonur mínar í bekknum. Sko í dag erum við kannski vinkonur en á morgun erum við mestu óvinkonur í heimi. Það er bara alltaf eitthvað vandamál. Eins og í dag sagði hún að ég væri tussa og við tölum ekki saman. Plís viljiði hjálpa mér.

Síða 1 af 3

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica