Vinkonur eða óvinkonur?
stelpa
11
Það er soldið skrítið með vinkonur mínar í bekknum. Sko í dag erum við kannski vinkonur en á morgun erum við mestu óvinkonur í heimi. Það er bara alltaf eitthvað vandamál. Eins og í dag sagði hún að ég væri tussa og við tölum ekki saman. Plís viljiði hjálpa mér.
Komdu sæl
Þú segist vera 11 ára. Á þessum árum getur verið mjög erfitt að halda vinskap, sérstaklega hjá stelpum og „vinkonu-vandamálin” geta oft orðið mjög snúin. Með vináttu kynnist maður því að verða stundum fyrir vonbrigðum en geta jafnað sig eftir vonbrigði og misskilning og sæst aftur. En það er samt ekki gott að þið séuð að kalla hvora aðra ljótum nöfnum. Ef þið eruð að rífast í skólanum hlýtur einhver starfsmaður skólans að geta hjálpað ykkur með samskiptin.
Kannski væri sniðugt að fá þessa vinkonur þínar til að setjast niður með þér og einhverjum sem þið treystið að sé alveg hlutlaus, s.s. umsjónarkennarinn eða námsráðgjafinn. Það er oft hægt komast langt með því að tala saman og komast að einhvers konar samkomulagi um bætt samskipti. En áður en þú gerir það skaltu ráðfæra þig við einhvern sem þú treystir. Það getur t.d. pabbi eða mamma þín eða bara hver sem er, sem þér finnst gott að tala við. Þú skalt endilega treysta því að foreldrar þínir hlusti á þig og hjálpi þér. Þau geta þá kannski rætt við foreldra vinkvenna þinna ef þeim finnst það nauðsynlegt.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna