Persónuvernd

Vinnsla umboðsmanns barna á persónuupplýsingum

Umboðsmanni barna er umhugað um persónuvernd og öryggi þeirra gagna og upplýsinga sem embættið meðhöndlar.

Öll vinnsla persónuupplýsinga fer fram í samræmi við. lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Umboðsmaður barna er ávallt ábyrgðaraðili að þeirri vinnslu sem það hefur með höndum.

Vefurinn safnar nafnlausum notkunargögnum með Google Analytics. 

Umboðsmaður barna setur sér sérstaka persónuverndarstefnu þar sem því er lýst með nánari hætti hvaða persónuupplýsingar embættið vinnur, á hvaða grundvelli og í hvaða tilgangi, hvort upplýsingunum sé miðlað til þriðja aðila o.s.frv.

Umboðsmaður barna telst skilaskyldur aðili í skilningi laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Á þeim grundvelli er umboðsmanni almennt skylt að varðveita ótímabundið þær persónuupplýsingar sem embættið vinnur með.

Réttindi einstaklinga sem umboðsmaður barna vinnur með upplýsingar um

Allir þeir einstaklingar sem umboðsmaður barna vinnur persónuupplýsingar um eiga rétt á að fá staðfestingu á því hvort embættið vinnur með upplýsingar um viðkomandi eða ekki. Ef unnið er með upplýsingar um viðkomandi einstakling getur hann jafnframt óskað eftir upplýsingum um vinnsluna og eftir atvikum átt rétt til þess að fá afrit af upplýsingunum.

Við ákveðnar aðstæður geta þeir einstaklingar sem umboðsmaður vinnur persónuupplýsingar um jafnframt farið fram á það við embættið að það sendi viðkomandi upplýsingar, með rafrænum hætti, til viðkomandi eða annars ábyrgðaraðila.

Í tilgreindum tilvikum kunna einstaklingar að gera þá kröfu að umboðsmaður barna eyði þeim persónuupplýsingum sem embættið vinnur um viðkomandi. Þessi réttur á þó við í mjög takmörkuðum tilvikum í ljósi þeirrar lagaskyldu sem hvílir á embættinu að varðveita persónuupplýsingar ótímabundið á grundvelli laga um opinber skjalasöfn.

Í þeim tilvikum er vinnsla umboðsmanns barna byggir á samþykki getur sá einstaklingur er veitti embættinu samþykki sitt hvenær sem er afturkallað það. Þá geta einstaklingar andmælt vinnslu umboðsmanns og óskað eftir að vinnsla sé takmörkuð.

Þeim einstaklingum sem vilja nýta ofangreind réttindi sín er bent á að hafa samband við persónuverndarfulltrúa embættisins.

Persónuverndarfulltrúi

Umboðsmaður barna hefur tilnefnt Hafdísi Unu Guðnýjardóttur, lögfræðing, sem persónuverndarfulltrúa embættisins.

Persónuverndarfulltrúi tekur á móti fyrirspurnum og beiðnum auk þess að ráðleggja umboðsmanni barna um vinnslu persónuupplýsinga og gegna því hlutverki að vera tengiliður við Persónuvernd.

Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa í gegnum netfangið ub@barn.is eða hafa samband í síma 552 8999.

Samskiptaupplýsingar

Umboðsmaður barna, kt. 591294-2969, hefur aðsetur að Borgartúni 7, 105 Reykjavík. Hægt er að hafa samband við embættið í síma 552 8999.

Réttur til að kvarta til Persónuverndar

Ef einstaklingur er ósáttur við vinnslu umboðsmanns barna á persónuupplýsingum er honum ávallt heimilt að beina erindi eða kvörtun til Persónuverndar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Persónuverndar, www.personuvernd.is


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica