Má breyta nafninu sínu 12 ára
Stúlka
12
Má maður breyta nafninu sínu 12 ára án þess að foreldrar vilji það?
Hæ.
Takk fyrir póstinn. Í 13. gr. laga um mannanöfn kemur fram að börn undir 18 ára geta ekki breytt nafninu sínu sjálf. Báðir foreldrar (ef báðir fara með forsjá) þurfa að biðja um leyfi fyrir breytingunni hjá Þjóðskrá. Í lögum er það þannig að börn sem eru 12 ára og eldri þurfa líka að samþykkja nafnabreytingu.
Eftir því sem börn verða eldri og þroskaðri því meira skal taka mark á skoðunum þeirra. Foreldrar þínir ættu því að taka mikið tillit til skoðana þinna þegar kemur að breytingu á nafni enda er það mjög persónulegt mál.
Gangi þér vel.
Bestu kveðjur frá umboðsmanni barna