Vinsældir
Stelpa
14
Ég hef allt mitt líf verið óvinsæl, en núna allt í einu eru vinsælu krakkarnir farnir að segja að ég sé geðveikt skemmtileg og eru farnir að spyrja eftir mér. Er þetta algengt á unglingárunum ?
Komdu sæl
Vinasambönd og “vinsældir” taka oft miklum breytingum á unglingsárum. Það er alveg eðlilegt enda eru unglingar oft að prófa sig áfram og reyna að finna út hvernig manneskjur þeir séu og hvernig þeir vilja vera eða verða. Þetta er allt í góðu lagi svo framarlega sem ekki er verið að særa fólk og útiloka.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna