Besta vinkona sagði frá nauðgun
Vil ekki segja
Besta vinkona sagði mér fyrir nokkrum mánuðum að henni hefði verið nauðgað en eg spurði ekki út í það þanig eg veit ekki neit hvað gerðist og ég veit ekki hvort hann hefði bara káfað á henni en ég veit svona nokkurn veigin hvar þetta gerðist Hin vinkona mín veit líka af þessu og fyrrverandi kærasti bestu vinkonu minnar en ég er ekki neitt búin að tala við hann um þetta þanig ég veit ekki hversu mikið hann veit en ég talaði við vinkonu mína og við ætluðum bara að tala við mömmu hennar en við þorðum því ekki því við viljum ekki missa hana því hún sagði að við myndun áls ekki segja og kannski hefur henni verið nauðgað 2 en ég er ekki viss því ég fékk ekki nóu miklar upplýsingar. Ég þori ekki að hringja á 112 því hún sagði mér þetta fyrir nokkrum mánuðum og þetta gerðir fyrir 1 og hálfu ári og ef ég myndi hringja á 112 hvað myndu þeir þá gera. Ég velt að við eigum að segja löggunni ég bara gæti ekki misst hana.
Takk fyrir bréfið. Það er mjög gott að þú ert að sýna vinkonu þinni umhyggju og væntumþykju og viljir henni vel. Það kemur ekki fram í bréfinu þínu hvað vinkona þín er gömul en þú ættir að hvetja hana til þess að leita til einhvers fullorðins sem hún treystir, helst til foreldra hennar, en það getur líka verið amma, afi, frænka, frændi, umsjónarkennari, skólahjúkrunarfræðingur eða einhver annar sem hún treystir sér til að tala við. Vinkona þín þarf á stuðningi og aðstoð að halda til að geta unnið úr þessari erfiðu reynslu.
Vinkona þín getur líka haft samband við barnavernd í sínu sveitarfélagi en barnaverndin getur veitt börnum og unglingum sem hafa orðið fyrir ofbeldi ýmsan stuðning. Það að vera nauðgað telst sem ofbeldi og mikilvægt að fá aðstoð sem hentar henni. Því fyrr sem vinkona þín leitar sér aðstoðar því betra. Barnaverndin á að hjálpa börnum og þið getið treyst því að barnaverndin mun aðstoða ykkur.
Hér finnur þú lista yfir allar barnaverndarnefndir: http://www.bvs.is/almenningur/barnaverndarnefndir/. Það er líka hægt að hafa samband við 112 og biðja um að fá samband við barnaverndina. Vinkona þín getur líka haft samband við Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum. Síminn þar er 543 1000 og hún þarf bara að biðja um að fá samband við neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Þar er opið allan sólarhringinn og það er alltaf hægt að leita þangað. Hér má finna frekari upplýsingar um Neyðarmóttökuna: https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/neydarmottaka-fyrir-tholendur-kynferdisofbeldis/2094
Vinkona þín getur líka leitað til ýmissa samtaka sem veita þolendum ofbeldis stuðning og ráðgjöf eins og Drekaslóð, sími 5515511, Bjarkarhlíð, sími 553-3000, heimasíða https://www.bjarkarhlid.is/ og Stígamót, sími 562-6868, heimasíða https://www.stigamot.is
Hér má finna alls konar fræðsluefni um kynferðisofbeldi sem gæti verið gagnlegt fyrir þig og vinkonu þína: https://www.stjornarradid.is/verkefni/felags-og-fjolskyldumal/malefni-barna/ofbeldi-gegn-bornum-fraedsluefni/
Loks bendum við á upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi hér á síðu umboðsmanns: /malaflokkar/ofbeldi/#k5
Þér er velkomið að hafa samband aftur ef þú villt heyra í okkur eða fá nánari svör eða útskýringar. Þú getur sent okkur tölvupóst á ub@barn.is eða hringt í okkur í síma 800-5999 (gjaldfrjálst númer)
Gangi þér og vinkonu þinni sem allra best.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna