Kennari kemur illa fram
Stelpa
12
Deildarstjórinn í skólanum mínum er mjög ströng og leiðinleg hun öskrar a mann þangað til maður fer að gráta og það eru allir hræddir við hana ég sjálf á mjög erfitt með að einbeita mer i skólanum og kem mér oft í einhverskonar vandræði þannig eg þarf oft að láta hana skamma mig hún spyr mig oft er ekki alltilagi heima hjá þer eða hvað er eiginlega að þér(hun segjir það mjög harkalega og dónalega) ég er mjög hrædd við hana og mig langar að loana við hana sem fyrst ég á mjög erfitt með að lýsa hvernig hún er en mér líður eins og það sé verið að brjóta á okkur því svona manneskja á ekki að vinna með börnum
Hæ hæ.
Það er mjög leiðinlegt að heyra hvað deildarstjórinn í skólanum þínum er leiðinleg við þig. Börn eiga rétt á því að líða vel í skólanum og njóta verndar gegn ofbeldi, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Kennarar og annað starfsfólk skólans eiga samkvæmt lögum að sýna börnum kurteisi og nærgætni og það er því ekki í lagi að hann öskri á þig þannig að þú farir að gráta.
Það er mikilvægt að þú segir foreldrum þínum frá þessu og biðjir þá um að hafa samband við skólann. Þú getur líka talað við einhvern annan í skólanum sem þú treystir, t.d. skólastjóra, námsráðgjafa eða skólahjúkrunarfræðing. Þessir aðilar geta vonandi talað við kennarann og fengið hann til þess að átta sig á því hvaða áhrif hegðun hans hefur á þig.
Hér má lesa um reglugerð sem ábyrgð og skyldur aðila í skólasamfélaginu og hér er hægt að lesa frétt okkar um framkomu starfsfólks í skólum við nemendur .
Ef þú vilt fá frekari aðstoð eða ert með frekari spurningar skaltu endilega hafa samband aftur. Þú getur sent tölvupóst á ub@barn.is eða hringt í síma 800-5999 (gjaldfrjálst númer).
Kær kveðja frá umboðsmanni barna