Ástarsorg
stelpa
13
Hæ hæ. Ég var á föstu með stráki. Ég veit að ég er heldur ung og allt það. Ég var ótrúlega ástfangin af honum og svo sagði hann mér upp. Og ástæðan var sú að hann vildi ekki eiga kærustu í augnablikinu og svo 2 dögum síðar byrjaði hann með vinkonu sinni. Hún sagði mér á msn að hann hafi ekki viljað sofa hjá mér að því að ég væri byrjuð á blæðingum. HVað er eiginlega að þessum krakka?????Hann er 13 ára! Hann er núna búin að vera með þessari stelpu í 2 daga og er búin að kyssa hana. Á MUNNIN! Hann kissti mig rétt á kinnina. Búið! Ég veit ég á að gleyma honum og finn annan miklu betri en það er svo erfitt að gleyma honum. Hann var svo góður og yndislegur. Hann kom mér alltaf til að hlæja og mér þótti svo vænt um hann. Allt sem ég sé eða geri minnir mig á hann. Hann hafði einga ástæðu til að segja mér upp. Alls enga. Hann vildi að við verðum vinir áfram en ég er svo reið út í hann. Hann er algjör lygari og ótrúlega leiðinlegur við vinkonu mína. Hann var alltaf að reyna að breyta mér. Ég er bara eins og ég er og hann gat einfaldlega ekki sætt sig við það og sagði mér upp. Ég get ekki gleymt honum. Hvað á ég að gera???
Komdu sæl
Þér liggur greinilega mikið á hjarta og það er alveg skiljanlegt að þú sért allt í senn sár, reið, pirruð og sorgmædd. Á unglingsárunum er eðlilegt að upplifa allar tilfinningar mjög sterkar. Þú ert ekki ein um að hafa lent í svona áfalli.
Það gæti verið gott fyrir þig að tala um þetta við einhvern sem þú treystir. Svo getur þú auðvitað hringt í 1717 sem er hjálparsími Rauða krossins.
Það eru ýmsar síður á netinu með góðar upplýsingar um ástarsorg, t.d. þessi hér á vefsíðunni 6h.
Það getur verið gaman að vera í sambandi en það er líka frábært að vera það ekki. Reyndu að njóta þess að vera með vinum þínum, vinkonum og fjölskyldu. Það er nægur tími til að hafa áhyggjur af ástarsamböndum síðar.
Kveðja frá umboðsmanni barna