Vinnutími
strákur
15
Hvað má ég vinna marga tíma á viku?
Komdu sæll
Svarið við spurningu þinni fer eftir því hvort þú ert að meina vinnu með grunnskóla en þá máttu vinna 12 klst. á viku eða í jólafríinu eða í sumar en þá máttu vinna 40 klst. á viku.
Í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 er fjallað um vinnutíma barna og unglinga og eru settar ákveðnar takmarkanir á hann. Takmarkanir miðast við virkan vinnutíma eða vinnustundir að frádregnum neysluhléum.
Almennar reglur
um vinnutíma |
15 ára
í skyldunámi
|
15–17 ára
búnir að ljúka skyldunámi
|
Á starfstíma skóla
|
2 klst. á dag
12 klst. á viku |
8 klst. á dag
40 klst. á viku |
Utan starfstíma skóla
|
8 klst. á dag
40 klst. á viku |
8 klst. á dag
40 klst. á viku |
Vinna bönnuð
|
kl. 20-6
|
kl. 22-6
|
Hvíld
|
14 klst. á sólarhr.
2 dagar í viku |
12 klst. á sólarhr.
2 dagar í viku |
Í algerum undantekningartilvikum má víkja frá þessum ákvæðum og þá á sérstökum starfssviðum að því tilskildu að unglingar fái hæfilegan uppbótarhvíldartíma. Þetta á einkum við ef vinna fer fram á sjúkrastofnunum eða sambærilegum stofnunum eða um er að ræða störf á sviði landbúnaðar eða ferðamála, í hótel- og veitingarekstri og vinnu sem skipt er upp yfir daginn. Jafnframt sé starfið á sviði menningarmála, lista, íþrótta eða auglýsinga. Vinnueftirlitið hefur eftirlit með ofangreindum lögum og tekur á móti ábendingum um hugsanleg brot á þeim.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna