Stofnun fyrirtækis
strákur
16
Hvenær má ég stofna mitt eigið fyrirtæki?
Komdu sæll
Fyrirtæki geta verið margs konar, t.d. einstaklingsfyrirtæki, einkahlutafélög, hlutafélög, samvinnufélög og sameignarfélög. Fyrirtæki þurfa að vera með sér kennitölu og til að fá hana þarf maður að vera lögráða.
Þegar þú verður 18 ára verður þú lögráða, þ.e. bæði fjárráða og sjálfráða. Þá fyrst máttu stofna fyrirtæki og gera samninga sem skuldbinda þig fjárhagslega.
Hér á vef Ríkisskattstjóra eru upplýsingar og leiðbeiningar um stofnun fyrirtækja.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna