Spurt og svarað

Allt sem þú vildir vita

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum. 100% trúnaður.

Sendu okkur spurningu


Fjölskylda : Útivist og Facebook

Ég er 16 ára strákur og foreldrar mínir banna mér að fara út á kvöldin. Geta þau virkilega bannað mér að fara út á kvöldin?

Þau banna mér einnig að eiga Facebook síðu. Geta þau bannað mér það? Má ég ekki eiga eitthvað einkalíf?

Heilsa og líðan : Umskurður drengja

Mega foreldrar á Íslendi ákveða þegar maður er lítið barn og hefur ekkert vit að umskera mann? Hvað svo ef manni líkar það ekki þegar maður er eldri? Mega foreldar neyða mann í óþarfa lýtaaðgerð þegar maður hefur ekki aldur né vitsmuni til að neita því?

Heilsa og líðan : Brjóst

Brjóstastækkun hæj, gera brjóst hætt að stækka á aldrinum 15? ég er mjög seinþroska t.d. byrjaði ég ekki á túr fyrr en í fyrra og brjóstin byrjuðu að stækka bara í fyrra líka og mér finnst eins og brjóstin mín séu ekkert að stækka þau eru svo lítil ég hef alltaf haft minni brjóst en nánast allir vinir mínir og ég er að spá hvort að það er möguleiki á því að þau séu hætt að stækka og ef svo er er eitthvað hægt að gera í því?

Fjölskylda : Vil að pabbi fái forsjána

Má ég ráða hvort mamma eða pabbi (sem eru skilin) séu með forræði yfir mér? Mamma er með forræði en ég vil að pabbi fái það. Hversu langan tíma tekur það?

Fjölskylda : Fósturheimili

Ástæður til að geta fengið fósturheimili?

Skóli : Dónalegur skólastjóri

Umboðsmanni barna barst fyrirspurn um framkomu og háttsemi skólastjóra grunnskóla, sem fólst meðal annars í því að koma dónalega fram við nemendur og hóta þeim.

Þar sem netfang barst ekki með fyrirspurninni er viðkomandi beðinn um að hafa aftur samband ef hann vill fá nákvæmari svör með tölvupósti.

Ýmislegt : Framkoma verslunareigenda

Má reka mig úr búð ef ég er bara að skoða ? Eða labba á eftir mér og horfa á mig í hvert skipti sem ég skoða?

Fjölskylda : Foreldrar skilja ekki að við erum að þroskast

Af hverju geta ekki foreldrar fattað að við erum að þroskast og við getum tekið ákvarðanir sjálf.

Skóli : Fjarvist fyrir að vera vísað úr tíma eftir 15 mín.

Má kennari gefa manni fjarvist ef maður mætir í tímann og er búinn að vera í tímanum í 15 mín og má kennarinn henda manni út og gefa manni fjarvist?

Vinir og félagslíf : Mig vantar svo vini!

Ég er hérna 12 ára strákur sem geri nú bara ekkert annað en að vera í tölvu, það er mitt áhugamál, ég á aðeins eina vinkonu ef ég tel þá upp sem leika svona einstaka sinnum við mig. En mig finnst alveg eins og hún er bara að nota mig ef vinkonur hennar eru ekki heima. Mig vantar svo vini! Mér finnst bara svo hræðilega asnalegt að troða mér inní eitthverja vinahópa sem ég er aldrei með. Svo geri ég eiginlega ekki mikið meira en í tölvunni á daginn. Mig langar svo að fara að gera eitthvað annað og hætta þessari tölvunotkun.

Kynlíf og sambönd : Kynlif 14 og 18 ára

Er leyfilegt fyrir ungling sem er 14 ára að stunda kynlíf með einstaklingi sem er 18 eða eldri? Ef ekki hvernig virkar það þá?

Vinir og félagslíf : Á ég að segja frá afbroti vinkonu?

Vinkona mín og aðrir krakkar brutust inní nokkra skóla ... Á ég að kjafta frá eða á ég að vera besta vinkona og segja engum eins og hún bað mig um??

Heilsa og líðan : Sorgmædd eftir að hafa misst gæludýrið

hæ, hæ ég var að missa stökkmúsina mína í fyrradag og ég held alltaf að ég sé búin að jafna mig en svo byrja ég bara allt í einu að gráta! ég er búin að reyna að dreifa hugan með því að fara í sund, lesa og fara á æfingar :(   Er eitthvað annað se ég get gert? ég er núna að hafa mig til í skólann og ég er svo hrædd um að ég gráti þar og það vil ég sko ekki! ég vil gjarnan fá ráð frá þér :(

Skóli : Ókurteis kennari

Þetta erindi hefur verið stytt af umboðsmanni barna.

Í ensku þá er gamall kennari sem er alltaf að seigja ég sé heimskur og þroskaheftur og er alltaf að seigja það ef maður talar.

Fjölskylda Heilsa og líðan : Foreldrar mínir skipa mér að borða

Ég er orðinn 78 kg og 179 cm á hæð. Mig langar ekki að vera svona þungur. Ég er smá fitu á ákveðnum stöðum á líkamanum sem ég vil losna við. Ég fer í ræktina á hverjum degi og brenni a.m.k 700 hitaeiningum í hvert skiptið sem ég fer þangað. En aftur á móti léttist ég ekkert heldur stöðugt fitna ég og þyngist. Þetta gerist því mér er skipað að borða.

Fjölskyldan mín á ekki mikinn pening en samt á ég stöðugt að borða mikla skammta á hverjum degi. Ég hef marg reynt að ræða um þessi mál við foreldra mína að ég sé ekki svo svangur en þau halda samt áfram að skipa mér að borða. Ég veit að samkvæmt landslögum eiga foreldrar/forráðmenn að fæða börnin sín. Mér finnst þetta vera mjög ógeðslegt af foreldrum mínum.

Allir aðrir unglingar þurfa ekki að borða þegar þau eru ekki svöng en ég skal gjöra svo vel að borða þótt að ég sé alls ekki svangur heldur pakk saddur! Mega foreldrar mínir gera þetta?

Fjölskylda : Mega foreldrar ráða hverja ég á samskipti við, hvort ég fer í menntaskóla o.fl?

Foreldrar mínir hafa nýlega bannað mér að hafa samskipti við eldri stráka eftir að hafði farið í sleik við strák yfir 20 ára (já ég er hommi) inn á salerni á kaffihúsi. Geta foreldrar mínir bannað mér slíkt? Ef svo er, af hverju?

Mega foreldrar mínir að neyða mig til þess að segja þeim frá mínu einkalífi? Mega þau jafnvel skipa mér að fara í menntaskóla og banna mér að velja braut þar? Þetta er það sem þau gera mér. Ég verð meira að segja að tilkynna þeim hversu mikinn lausan pening á ég. Mér finnst þetta brjóta mitt frelsi mjög mikið. Lokaspurning: Mega þau þetta??

Síða 19 af 30

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica