Brjóst
stelpa
15
Brjóstastækkun hæj, gera brjóst hætt að stækka á aldrinum 15? ég er mjög seinþroska t.d. byrjaði ég ekki á túr fyrr en í fyrra og brjóstin byrjuðu að stækka bara í fyrra líka og mér finnst eins og brjóstin mín séu ekkert að stækka þau eru svo lítil ég hef alltaf haft minni brjóst en nánast allir vinir mínir og ég er að spá hvort að það er möguleiki á því að þau séu hætt að stækka og ef svo er er eitthvað hægt að gera í því?
Komdu sæl.
Það er mjög misjafnt hvenær brjóst fara að stækka og líka hvenær þau hætta að stækka, það er því alveg óþarfi að hafa áhyggjur af þessu núna.
Umboðsmaður barna vill benda þér á þrjár gagnlegar síður:
-
Á síðunni www.6h.is (unglingar) er heilmikill fróðleikur um allt sem viðkemur líkamlegu og andlegu heilbrigði. Þar er sérkafli um kynheilbrigði og þar undir er kafli um kynþroskann. Þar má lesa ýmislegt um kynþroska hjá stelpum. Þú getur líka spurt hjúkrunarfræðing í trúnaði hér á þessari síðu.
-
Á síðunni www.ummig.is (unglingar) er hægt að nálgast upplýsingar um margt er varðar líkamann, heilsu og líðan.
Svo getur þú að sjálfsögðu talað um þetta við mömmu þína, hjúkrunarfræðinginn í skólanum eða á heilsugæslunni.
Umboðsmaður barna telur óþarfi fyrir þig að hafa áhyggjur af brjóstastærðinni núna því í rauninni er ekkert hægt að segja um það hvernig brjóstin verða fyrr en eftir svona eitt eða tvö ár, kannski seinna. Það er lítið hægt að gera til að hraða kynþroskanum eða breyta líkamsbyggingunni. Svo skiptir holdafar líka máli. Ef þú ert grönn er alveg eðlilegt að þú hafir lítil brjóst. Því er best að hugsa vel um sig og reyna að vera ánægður með líkama sinn eins og hann er.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna.