Foreldrar skilja ekki að við erum að þroskast
strákur
14
Af hverju geta ekki foreldrar fattað að við erum að þroskast og við getum tekið ákvarðanir sjálf.
Komdu sæll
Það er mjög oft erfitt að skilja foreldra sína, sérstaklega á þessum aldri. Að öllum líkindum telja foreldrar þínir sig vera að hjálpa þér og vernda þó að þú getir kannski skilið það sem afskiptasemi og stjórnsemi. Þau bera ábyrgð á velferð þinni. Forsjá felur í sér rétt og skyldu fyrir foreldri til að ráða persónulegum högum barns en foreldrarnir eiga alltaf að haga málum þínum þannig að það sé barninu, þ.e. þér, fyrir bestu.
En foreldrum ber líka að hafa samráð við barn sitt áður en málefnum þess er ráðið til lykta eftir því sem aldur og þroski barnsins gefur tilefni til. Skal afstaða barns fá aukið vægi eftir því sem barnið eldist og þroskast.
Orð eru til alls fyrst og því væri örugglega gott að taka þetta mál upp við þau og ræða opinskátt um málin í rólegheitum. Það er nú oft þannig að fyrst þarf maður að ávinna sér traust áður en maður fær það sem maður vill. Þú getur t.d. sýnt þeim að þú getur tekið skynsamlegar ákvarðanir og verið ábyrg og eftir smá tíma finna þau að þau geta aðeins slakað á taumnum og leyft þér að ráða þínum eigin málum sjálfur í meira mæli.
Kær kveðja frá umboðsmanni bara