Spurt og svarað

Allt sem þú vildir vita

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum. 100% trúnaður.

Sendu okkur spurningu


Ýmislegt : Samráð við börn

Mér finst að það eigi að spyrja fyrst börnin í landinu hvort það megi gera þetta og hitt eins og t.d. að byggja hús þarna eða ekki, eða kjósa um eitthvað sem krakkar hafa kannski líka áhuga á !!!!!! og mér finst að fatlaðir unglingar/krakkar eiga að fá jafn mikla mentun eins og aðrir krakkar/unglingar!!!!

Fjölskylda : 15 ára beitt ofbeldi og vanrækt

Vinkona mín er í ruglinu núna, er með geðhvarflasýki og athyglisbrest og foreldrar hennar kaupa ekki lyf handa henni afþví að hún borðar ekki mikið og kemst ekkert áfram í skólanum, hún er 15 ára. hún hefur komið heim til mín grátandi klukkan 3 á nóttunni alveg út úr heiminum og svo þegar ég fer með hana heim þegar hún er sober þá lemja foreldrar hennar hana, öskra á hana og kalla hana hóru. Er það löglegt að foreldrar kaupi ekki lyf handa börnunum sínum og lemji þau og kalli þeim nöfnum?  

Skóli : Má kæra ef eithver seigir leyndarmálið mitt öllum skólanum?

Má kæra ef einhver seigir leyndarmálið mitt öllum skólanum?

Fjölskylda : Hrædd við fósturföður

mér líður illa að vera heima og finnst það óþæginlegt, aðalástæðan því ég er hrædd við fósturföður minn vegna mikilla rifrilda milli okkar á seinasta ári.

Hann hefur alveg síðan ég var lítil öskrað mikið og verið reiður, var nálægt því að lemja mig einu sinni, held það eina sem stoppaði hann var að hann vissi hvað gæti gerst ef hann hefði í alvöru gert það. Er þetta nóg ástæða til að gera eitthvað í málinu, eða ætti ég bara að reyna að vera vinur hans?

Ég veit hann er hættur að öskra á mig núna því þetta gerðist allt á seinasta ári en mér líður samt illa í kringum hann og er hrædd að vera skilin ein eftir í húsinu með honum.

Ýmislegt : Búseta og barnavernd

Hvernig eru reglur um það að barnaverndarnefnd megi láta ólögráða einstakling (17 ára) fara út af heimilinu og hann látinn búa einn? Semsagt ekki hjá neinum heldur í nokkurskonar sjálfstæða búsetu.

Skóli : Við í bekknum viljum nýjan kennara.

Við í bekknum viljum nýjan kennara. 

Skóli : Er skylda að mæta á skólaball kl. 18?

Má skólinn minn láta mig mæta á skólaball kl 6 um kvöldið og gefa mér fjarvist fyrir ef ég mæti ekki?

Skóli : Val á framhaldsskóla

Sem 16 ára gömul stelpa hef ég sjálf ákvörðunn um í hvaða framhaldsskóla ég fer í en ekki mamma mín?

Ýmislegt : Megum ekki lengur fara ein í sund

Hæ Við erum hér nokkrir krakkar í litlum bæ út á landi sem erum fædd 2002 og við förum oft í sund. Samkvæmt einhverjum lögum þá máttum við fara ein í sund á þessu ári (8 ára) . Sem er gott. En núna eru nýjar reglur að koma og þá mega bara 10 ára krakkar fara ein í sund.

Við erum ekki sátt við að það sé verið að taka réttindi af okkur. Er þá bara ekki hægt að gera þessa lagabreytingu hægar og næsta ár megi 9 ára börn fara ein í sund og svo 10 ára börn árið 2012? Fullornir væru ekkert ánægðir með að missa svona réttindi. Kær kveðja Katla

Vinir og félagslíf : Vinkonur eða óvinkonur?

Það er soldið skrítið með vinkonur mínar í bekknum. Sko í dag erum við kannski vinkonur en á morgun erum við mestu óvinkonur í heimi. Það er bara alltaf eitthvað vandamál. Eins og í dag sagði hún að ég væri tussa og við tölum ekki saman. Plís viljiði hjálpa mér.

Fjölskylda : Neydd til að fermast

Systir mín er 13 ára og á að fara að fermast í vor.

Ég var neydd til að ferma mig af foreldrum mínum og vissum aðilum í fjölskyldunni. Ég vildi ferma mig borgaralega því ég er ekki kristinn, en foreldrar mínir sögðu að annað hvort fermdist ég í kirkju eða bara alls ekki. Svo fékk ég þulu hvað eftir annað hvað amma og afi yrðu vonsvikin og að ég yrði aldrei almenninlega hluti af samfélaginu.

Nú er verið að segja það sama við systir mína. Hún er sömu skoðunar um trú og ég. jafnaldrar segja við mig að þau geti ekki þvingað okkur svona, en hvaða lagalega rétt höfum við? Getum við ákveðið sjálf hvaða trúarlegu athöfn við tökum þátt í? Og þar með neytt foreldra okkar til að ganga á eftir okkur með það?

Sjálf get ég ekki sagt mig úr þjóðkirkjunni fyrr en ég er 16 ára, svo þegar maður er á fermingaraldri hefur maður engan rétt? Með fyrir fram þökk fyrir aðstoðina.

Fjölskylda : Útivist og Facebook

Ég er 16 ára strákur og foreldrar mínir banna mér að fara út á kvöldin. Geta þau virkilega bannað mér að fara út á kvöldin?

Þau banna mér einnig að eiga Facebook síðu. Geta þau bannað mér það? Má ég ekki eiga eitthvað einkalíf?

Heilsa og líðan : Umskurður drengja

Mega foreldrar á Íslendi ákveða þegar maður er lítið barn og hefur ekkert vit að umskera mann? Hvað svo ef manni líkar það ekki þegar maður er eldri? Mega foreldar neyða mann í óþarfa lýtaaðgerð þegar maður hefur ekki aldur né vitsmuni til að neita því?

Heilsa og líðan : Brjóst

Brjóstastækkun hæj, gera brjóst hætt að stækka á aldrinum 15? ég er mjög seinþroska t.d. byrjaði ég ekki á túr fyrr en í fyrra og brjóstin byrjuðu að stækka bara í fyrra líka og mér finnst eins og brjóstin mín séu ekkert að stækka þau eru svo lítil ég hef alltaf haft minni brjóst en nánast allir vinir mínir og ég er að spá hvort að það er möguleiki á því að þau séu hætt að stækka og ef svo er er eitthvað hægt að gera í því?

Fjölskylda : Vil að pabbi fái forsjána

Má ég ráða hvort mamma eða pabbi (sem eru skilin) séu með forræði yfir mér? Mamma er með forræði en ég vil að pabbi fái það. Hversu langan tíma tekur það?

Fjölskylda : Fósturheimili

Ástæður til að geta fengið fósturheimili?

Síða 18 af 30

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica