Spurt og svarað

Allt sem þú vildir vita

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum. 100% trúnaður.

Sendu okkur spurningu


Vinir og félagslíf : Vinsældir

Ég hef allt mitt líf verið óvinsæl, en núna allt í einu eru vinsælu krakkarnir farnir að segja að ég sé geðveikt skemmtileg og eru farnir að spyrja eftir mér.  Er þetta algengt á unglingárunum ?

Ýmislegt : Langar að vinna mér inn laun

Ég er á 13 ári og mig langar að vinna mér inn laun, ekki með því að þrífa húsið eða fara út með hundinn heldur alvöru vinnu! Sama hvort það er auðveld lítil verk eða erfiðari verk. Hvert á ég að leita?

Vinir og félagslíf : Vinalaus II

Ég sendi bréf um dagin og svarið hjálpaði mér mjög lítið. Ég vil ekki tala um það við foreldra mína að ég eigi enga vini og engin vilji vera með mér eða tala við mig. Ég hef oft nefnt þetta við umsjónarkennarann minn, það er enginn námsráðgjafi, engin félagsstörf eða neitt á veturna eru íbúar á staðnum sem ég bý á langt undir 100, það er ekki æft neinar íþróttir og þannig ég vil meira hvernig ég gett bætt félagslegt líf mitt í skóla og utan hans. Hvort ég geti kannski tekið það í skrefum.

Vinir og félagslíf : Vinalaus

Ég bý á littlum stað og á ekki marga vini ég hef verið llögð í einelti og veit um fleiri í skólanum sem eru lagðr í einelti en mér líður samt ekki eins illa eins og mér leið.

En ég held að eineltið sé hætt en einginn vill tala við mig, þegar ég reyni að segja eitthvað koma alltaf einhverjir stælar á móti og ég er ekki viss hvað ég á að gera til að eignast vini aftur p.s. ég elska fótbolta en það er ekki hægt að æfa þar sem ég bý. Ég á kannski einkverja fótbolta vini en þeir tala bara við mig þegar við erum í fótbolta svo er ég ekki neitt. Ég geri það alltaf um að ég sé bara svo góð að þau þori bara ekki að sega neitt við mig.

Heilsa og líðan : Er alltí lagi að vera byrjaður á blæðingum 11 ára?

Er alltí lagi að vera byrjaður á blæðingum 11 ára og má segja vinum?

Heilsa og líðan : Líður mjög illa

Hæ, mér líður eins og allir hati mig og stundum langar mig bara að deyja þetta er ömurlegt t.d um daginn var ég send kl 6 og fékk ekkert að borða og grét mig í svefn HJÁLP

Vinir og félagslíf : Tölvuleikir og kvikmyndir

það er fáránlegt að það séu lög sem banna aðgang að leikjum og bíómyndum þar sem það sé búið að loka kvikmynda og tölvuleikjaeftirliti ríkisins. núna ráða kvkmyndahús og evrópsk stofnun (pegi) hvað við undir 16 megum spila og horfa á. svo er ekkert samræmi milli hvaða tölvuleiki við megum spila og hvaða bíómyndir við megum spila, því flestir leikir sem eru bannaðir 16 samsvara bíómyndum sem eru bannaðar innan 12. því ætti annaðhvort að leggja af þessi lög eða opna kvikmynda og tölvuleikjaeftirlit ríkisins.

Ýmislegt : Mér finnst að ef að ég kalla á hjálp á hún að koma !

Mér finnst að ef að ég kalla á hjálp á hún að koma!

Heilsa og líðan : Átröskun og hegðunarvandamál

Ég var að spá í hvort það væri staður fyrir krakka á mínum aldri til að vinna í vandamálum eins og átröskunum eða hegðunarvandamálum?

Kynlíf og sambönd : Kynlíf 15 og 25 ára

Halló mig langaði að spyrja hvort að 25 ára gamall gaur megi stunda kynlíf með 15 ára stelpu ef að hún vill það.... ég og vinur minn hafa verið í miklum rökræðum með þetta og mig langaði til að fá svar...

Fjölskylda : Ólétt og vil flytja með barnið að heiman

Ég er ólétt og er komin sirka 4 mánaði á leið og ég hef ekki farið til læknis í skoðun því ég er svo hrædd að læknirinn muni hringja í foreldra mína. Því ég vil ekki að þau viti, því ég ætla að eiga barnið og flytja út. Ef ég er núna orðinn 16 þurfa þau nokkuð að vita?

Heilsa og líðan : Eiga foreldrar mínir ekki að fara með mig til læknis vegna höfuðhöggs?

Fyrir nokkrum dögum fékk ég höfuðhögg, ég ætlaði að henda mer í gras en lenti með hausinn á kletti og rotaðist í smá stund. Þegar ég fór að segja forledrum minum frá þessu sögu þau alltaf að þetta myndi lagast.

Núna þegar eg skrifa þetta bréf eru liðnir 4 dagar og verkurinn versnar og versnar.. Þegar ég reyni að segja þeim frá þessu þá segja þau mér bara að hætta að tala um þetta, hætta að væla og það sé ekkert að mér og jafnvel öskra á mig! Ég er að drepast í hausnum og verkirnir eru farnir að leiða niður háls og niðrí bak... Hvað get ég gert? er ekki skylda foreldra minna að gera eitthvað í þessu?

Skóli : Framhaldsskóli afhendir einkunnir til foreldra

Ég varð 18 ára snemma á árinu og er í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Mátti skólinn minn afhenda foreldrum mínum einkunnirnar mínar?

Þó svo að ég sé búinn að vera fullorðinn einstaklingur í nokkra mánuði?

Fjölskylda : Vanlíðan og eignaréttur

það er nú þannig að mér líður illa heima, það er ekki hlustað á mig, ef ég er með tárin í augunum að reyna að svara fyrir mig við þau er þeim alveg sama og gera bara hálfpartinn grín að mér útaf því og segja að það þýði ekkert að gráta því þau vorkenna mér ekki neitt.

fósturpabbi minn hefur oftar en einu sinni hótað að slá mig og ég má ekki svara neitt fyrir mig útaf neinu því þá verður bara allt brjálað og ég sett í straff. fósturpabbi minn hefur sett mig í kalda sturtu þegar ég var yngri og rassskellti mig líka.

en hafa þau rétt á því að taka af mér tölvu og dót frá mér ef ég á það og ég borgaði fyrir það sjálf ? eða mér var gefið það ? fósturpabbi minn sagði að hann hefði allann rétt til þess, sama hvað þið segðuð.. ég vil bara fá það á hreint hvort það sé satt, Tölvan er á mínu nafni en ekki mömmu eða fósturpabba...

Skóli : Of mikið heimanám

Hvað á maður að gera ef allur bekkurinn finnst að það sé of mikill lærdómur í skólanum og eftir skóla þarf maður að læra meira og maður vill minna heimanám?

Fjölskylda : Vil ákveða hjá hvoru foreldrinu ég bý

Ég verð 17 ára í september. foreldrar mínir eru að skilja

Hef ég ekki fullan rétt á að ákveða hjá hvoru foreldri ég vil hafa búsetu, og hvað get ég gert tll að það foreldri sem ég vil ekki hafa búsetu hjá virði mínar óskir. Vonandi fæ ég lausn.

Síða 17 af 30

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica