Spurt og svarað

Allt sem þú vildir vita

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum. 100% trúnaður.

Sendu okkur spurningu


Fjölskylda : Forsjá og trúfrelsi

Hefur foreldri rétt á því að henda barni sínu út vegna þess að það neitar að trúa því sama og fjölskyldan, eða s.s. að vera kristinn, kaþólskur, eða eitthvað svoleiðis ..?

Heilsa og líðan : Af hverju mega krakkar ekki kaupa tóbak?

Af hverju mega ekki 15 ára krakkar kaupa tóbak í búðum? 

Ýmislegt : Sjálfræði - fjárræði

Verður maður ekki fjárráða 16 ára og sjálfráða 18 ára?

Kynlíf og sambönd : Mega foreldrar mínir banna mér að hitta kærastann minn?

Mega foreldrar mínir banna mér að hitta kærastann minn?

Fjölskylda : Mega foreldrar skoða sms í síma barns síns án leyfis?

Mega foreldrar skoða sms í síma barns síns án leyfis?

Vinir og félagslíf : Líður hræðilega og finnst eins allir hati mig

Mér líður alveg hræðilega. Mér finnst eins og ég sé bara fyrir öllum og allir hati mig. Ég á enga vini í skólanum, er lögð í einelti og líður alveg hræðilega. Hjálp!

Fjölskylda : Pabbi minn hélt fram hjá mömmu minni

Sko ég veit að pabbi minn hélt fram hjá mömmu minni en hún veit ekki af því.. hvað á ég að gera???!

Ýmislegt : Afgreiðsla áfengis

Hversu gamall þarf maður að vera til að afgreiða áfengi á bar?

Ýmislegt : Vinna með námi í grunnskóla

Ég verð 14 ára í ágúst og langar ofboðslega mikið að vinna með náminu og foreldrar mínir samþykkja það en ég veit ekki hvort það má og þá hvar það má ??

Skóli : Vond framkoma samnemanda

Það er ein stelpa í skólanum sem er ekkert sérstaklega skemmtileg. Hún kemur illa fram við mig og rífur kjaft við mig án þess að ég hafi sagt orð við hana eða gert henni eitthvað, einfaldlega útaf því að ég er ekki eins "kúl" og hún. Hún lætur mér líða virkilega illa. Svo segi ég örðum þetta sem þekkja hana líka og þeir segja bara, "ekki taka mark á henni, þetta er bara hún."  En mér finnst persónulega að hún EIGI ekki að vera svona. En það versta við þetta er að vinkona mín sem ég er að reyna vera sem mest með, er farin að vera með henni í frímó.  Svo að ég get ekkert verið með henni.  Geturðu gefið mér einhvað ráð ?

Skóli : Stelpuskólar og strákaskólar

Af hverju er ekki stelpur og strákar með sér skóla?? Það myndi vera miklu betra

Vímuefni : Vinir í dópi

Hallo... Skommm... vinir mínir eru byrjaðir að dópa og prófa allskonar efni.  Svo þekki ég gaura sem eru handrukkarar....  Vinír mínir eru stundum að biðja mig að gera hluti fyrir þá sem ég vil ekki gera en það er erfitt að segja bara nei útaf því þá verða þeir geðveikt pirraðir og segja að ég þori engu.  Hvað get ég gert?????

Vinir og félagslíf : Feimin en langar að kynnast stelpu

Ég er 11 ára stelpa og á fáa vini og er rosalega feimin. Mér langar rosalega til að kynnast einni stelpu sem er 1 ári yngri en ég. Ég hef aldrei talað við hana en veit að hún sé skemmtileg....

Hvernig á ég að byrja að tala við hana?????

Fjölskylda : Vill minni umgengni

Hæ. Mig langar að vita hvort ég geti sleppt eða neitað að fara til pabba alltaf þegar ég á að fara til hans. Stundum langar mig ekki að fara og vill vera hjá mömmu í staðinn.

Skóli : Of mikið heimanám

Mér finnst, og ég veit að það finnst mörgum t.d. móður minni, ömmu, systur, bróður og vinum, að það sé alltof mikið heimanám í skólanum. 

Heilsa og líðan : Mér líður eins og fitubollu

Er ekki ánægð með sjálfan mig!!!! Mér líður illa. Stelpurnar í bekknum mínum eru svo grannar að það er ekki eðlilegt. Ég er svoldið breið en ekki svo! Mér líður eins og fitubollu ! Af hverju getur mér ekki liðið eins og þær?

Síða 16 af 30

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica