Of mikið heimanám
stelpa
11
Mér finnst, og ég veit að það finnst mörgum t.d. móður minni, ömmu, systur, bróður og vinum, að það sé alltof mikið heimanám í skólanum.
Sæl vertu,
Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt til hvíldar og tómstundar og að stunda leiki og skemmtanir sem hæfa aldri þess. Börn eiga líka rétt á menntun og á Íslandi eru öll börn skólaskyld frá 6 til 16 ára aldurs. Heimanám er talið mikilvægur hluti af námi sem stuðlar að sjálfstæðum vinnubrögðum og undirbýr nemendur fyrir frekara nám t.d. á efri stigum grunnskóla og í menntaskóla.
Það getur stundum verið erfitt að finna jafnvægi á milli heimanáms og frístunda barna. Ég ráðlegg þér að ræða þetta við kennarann þinn og aðra nemendur í bekknum þínum. Kannski getið þið rætt um heimanámið, tilgang þess og hvernig best sé að haga því meðal annars með tilliti til frístunda og hvíldar barna. Börn eiga rétt á því að á þau sé hlustað og að tekið sé tillit til skoðana þeirra og vilja svo framalega sem það fer ekki gegn hagsmunum þeirra.
Gangi þér vel,
Kær kveðja frá skrifstofu umboðsmanns barna.