Spurt og svarað

Allt sem þú vildir vita

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum. 100% trúnaður.

Sendu okkur spurningu


Fjölskylda : Hvenær má ég ráða hvar ég bý?

Hversu gömul þarf ég að vera til að ákveða sjálf hvar ég bý ef foreldrar eru ósammála?

Ýmislegt : Við hvað má ég vinna?

Hæhæ!

Ég er 15 á 16 ári og er að leita mér að vinnu en ég veit ekki hvert ég á að leita. Ég er að leita bara að hlutastarfi um helgar eða eftir skóla. Hvert get ég leitað og við hvað má ég vinna?

Skóli : Má kennarinn minn taka af mér símann?

Má starfsfólk grunnskóla taka af manni síma eða bolta og neita að láta mann fá þetta aftur fyrr en í lok skóladags?

Má skólinn segja að foreldrar verði að koma og sækja símann sem maður á?

Skóli : Mega kennarar hóta nemendum?

Mega kennarar hóta nemendum?

Fjölskylda : Ung mamma í fjárhagsvanda

Hæhæ, ég er 17 ára mamma.

Málið er allavega að amma mín er með forræðið en ég bý hjá hinni ömmu minni og afa. Hún fær þannig barnabæturnar sem eiga fara í mig og meðlagið.

En ég á ekki nóg pening til þess að halda mér og barninu mínu uppi, þannig ég var að spá hvort ég ætti ekki rétt á að fá þennan pening sjálf? Þar sem ekkert af honum fer í mig..

Ég veit ekki hvað ég á að gera eða hvert ég á að snúa mér því hún vil ekki láta mig fá þennan pening sjálf.

Fjölskylda : Geta foreldrar bannað mér að eiga kærasta?

Ég er 16 ára stelpa og er að hitta strák, en foreldrar mínir banna mér að eiga kærasta. Geta þau gert það ?

Fjölskylda : Andlegt ofbeldi og forsjá

Foreldrar mínir eru hætt saman og búin að vera það í langan tíma. Ég hef alltaf átt heima hjá pabba en farið til mömmu um helgar og svona.

En það var atvik sem gerðist í miðjum janúar '13. Það var þannig í raun að móðir mín beitti mig andlegu ofbeldi í miklu magni, öskrandi til mín í líklegast svona klukkutíma, einn og hálfan og ég endaði á því að hlaupa grátandi út. Ég hitti hana svo viku seinna í afmæli ömmu minnar en ég flúði það að vera nálægt henni allan tímann.

Nú þegar það eru að skjótast upp hugmyndir í kollinn minn er ég hrædd um að hún geti krafist eitthvers, sem gæti verið bundið því að hún hefur ennþá forræði yfir mér. Er möguleiki á því að ég geti óskað eftir því að hún verði svipt forræðinu?

Ýmislegt : Bandaríkin og Barnasáttmálinn

Af hverju hafa Bandaríkin ekki samþykkt Barnasáttmálann?

Kynlíf og sambönd : Ástfangin 12-13 ára?

Er er hægt að vera ástfangin ef maður er aðeins 12-13 ára? 

Fjölskylda : Má ég ráða hvort ég flyt til útlanda til pabba míns?

Það er svoleiðis að faðir minn hefur búið erlendis í næstum 7  ár og ég bý á Íslandi hjá móður minni og systur... ég hef mikið verið að hugsa um það hvort að ég geti ráðið einhverju um það hvort að ég bý hér eða hjá pabba?

Vinir og félagslíf : Vinkonur í fýlu

Mér líður skringilega því að vinkonur mínar eru í fýlu í við hvor aðra og ég get ekki leikið við báðar í einu. Þær kalla hvora aðra hálfvita og margt fleira. Hvað á ég að gera????

Fjölskylda : Forsjá og trúfrelsi

Hefur foreldri rétt á því að henda barni sínu út vegna þess að það neitar að trúa því sama og fjölskyldan, eða s.s. að vera kristinn, kaþólskur, eða eitthvað svoleiðis ..?

Heilsa og líðan : Af hverju mega krakkar ekki kaupa tóbak?

Af hverju mega ekki 15 ára krakkar kaupa tóbak í búðum? 

Ýmislegt : Sjálfræði - fjárræði

Verður maður ekki fjárráða 16 ára og sjálfráða 18 ára?

Kynlíf og sambönd : Mega foreldrar mínir banna mér að hitta kærastann minn?

Mega foreldrar mínir banna mér að hitta kærastann minn?

Fjölskylda : Mega foreldrar skoða sms í síma barns síns án leyfis?

Mega foreldrar skoða sms í síma barns síns án leyfis?

Síða 15 af 30

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica