Spurt og svarað

Allt sem þú vildir vita

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum. 100% trúnaður.

Sendu okkur spurningu


Fjölskylda : Skilin eftir heima

Núna standa málin þannig að mamma mín er á leiðinni erlendis í tvær vikur. Hún var nýlega í burtu í eina viku og var ég þá skilin ein eftir heima. Gekk mjög vel bara.
Eru lög gegn því að ég 17 ára, megi ekki vera skilin ein eftir heima?
Segjum að lögin mæla gegn því, er það samt ekki alveg eðlilegt?

Heilsa og líðan Vinir og félagslíf : Vinkonu líður mjög illa

Þetta erindi hefur verið stytt af umboðsmanni barna.

Það er þessi stelpa í skólanum mínum sem að ég hef alltaf þekkt sem skemmtilegu, hressu og glöðu stelpuna en nýlega hef ég verið að kynnast henni betur og betur. En eitt kvöldið þegar við vorum samferða heim úr félagsmiðstöðinni stoppuðum við fyrir utaf húsið hjá henni og fórum að tala saman og hún algjörlega brotnaði niður fór að gráta og fór að tala um að henni leið svo rosalega ílla alltaf og langaði ekki að lifa lengur.

Hún sagði: Þegar mamma greyndist með krabbamein varð ég mjög þunglynd og leið svakalega ílla alltaf en enginn tók eftir því vegna þess að það voru allir svo uppteknir af því hvað mamma var veik svo ég fékk litla sem enga athygli frá fjölskylldu minni. Mamma sigraðist á krabbameininu og varð heil heilsu en ég var ennþá þunglynd og var farin að skera mig mikið og reyna að fremja sjálfsmorð því mér leið svo ílla að ég sá enga leið út en mamma tók svo eftir því hvernig mér leið og var farin að sjá meiðslin sem ég hafði gert við sjálfan mig svo hún sendi mig til sálfræðings sem hjálpaði eiginlega ekkert og mér fannst eins og allri fjölskyldunni minni væri allveg sama um mig vegna þess að það voru alltaf allir að skamma mig og hvað sem ég reyndi var aldrei neitt nógu gott sem ég gerði. Líka fór ég að detta úr vinahópnum mínum og vinir mínir voru hættir að vera með mér og þá fór ég að vera mikið ein sem er ekki gott fyrir mig því þá er það eina sem ég hugsa um er hversu mikið mig langar að deyja. Ég þori ekki að segja neinum og hef aldrei gert það fyrr en núna. Þú ert sú fyrsta sem ég hef sagt frá hvernig mér líður í alvöru og mig vantar hjálp ég veit það en vill ekki segja mömmu og pabba og ég veit að ef ég segja einhverjum fullorðnum seigja þeir strax mömmu og pabba. Ég veit ekki hvað ég á að gera viltu hjálpa mér.

Ég hafði aldrei lent í neinu svona áður og vissi lítið hvað ég gat sagt við hana þar sem ég var farin svo mikið að gráta sjálf. Mín spurning til ykkar er hvað á ég að gera? Eru kennarar og skólasálfræðingar skildugir til þess að tilkynna allt svona til foreldra þó að barnið vilji það ekki? Geriði það hjálpið mér mig langar svo mikið að geta hjálpað þessari frábæru og yndislegu stelpu.

Skóli : Hve lengi má skóli halda eignum?

Hversu lengi hafa skólar rétt á að halda eignum sem þeir hafa tekið af krökkum? Mega þeir halda eignunum eins og þeim sýnist eða er einhver tímaregla t.d. til kl. 4 eða eitthvað?

Fjölskylda : Samskipti við mömmu og kærasta hennar erfið

Umboðsmanni barna barst erindi frá 12 ára stelpu um samskiptavanda við móður og kærasta hennar. Það vantaði netfang með fyrirspurninni og er því ekki hægt að senda svarið. Þar sem hún bað um að erindið yrði ekki birt á síðunni verður hér einungis birtur hluti úr svari umboðsmanns.

Sú sem sendi fyrirspurnina er beðin um senda okkur netfangið sitt svo við getum sent henni svarið í heild sinni, annaðhvort hér á síðunni eða með því að senda tölvupóst á ub@barn.is.

Ýmislegt : Breyting á nafni

Ég gjörsamlega hata nafnið mitt.  Ég væri meira en sáttur ef ég gæti fengið að breyta því.

Fjölskylda : Hvenær má ég ráða hvar ég bý?

Hversu gömul þarf ég að vera til að ákveða sjálf hvar ég bý ef foreldrar eru ósammála?

Ýmislegt : Við hvað má ég vinna?

Hæhæ!

Ég er 15 á 16 ári og er að leita mér að vinnu en ég veit ekki hvert ég á að leita. Ég er að leita bara að hlutastarfi um helgar eða eftir skóla. Hvert get ég leitað og við hvað má ég vinna?

Skóli : Má kennarinn minn taka af mér símann?

Má starfsfólk grunnskóla taka af manni síma eða bolta og neita að láta mann fá þetta aftur fyrr en í lok skóladags?

Má skólinn segja að foreldrar verði að koma og sækja símann sem maður á?

Skóli : Mega kennarar hóta nemendum?

Mega kennarar hóta nemendum?

Fjölskylda : Ung mamma í fjárhagsvanda

Hæhæ, ég er 17 ára mamma.

Málið er allavega að amma mín er með forræðið en ég bý hjá hinni ömmu minni og afa. Hún fær þannig barnabæturnar sem eiga fara í mig og meðlagið.

En ég á ekki nóg pening til þess að halda mér og barninu mínu uppi, þannig ég var að spá hvort ég ætti ekki rétt á að fá þennan pening sjálf? Þar sem ekkert af honum fer í mig..

Ég veit ekki hvað ég á að gera eða hvert ég á að snúa mér því hún vil ekki láta mig fá þennan pening sjálf.

Fjölskylda : Geta foreldrar bannað mér að eiga kærasta?

Ég er 16 ára stelpa og er að hitta strák, en foreldrar mínir banna mér að eiga kærasta. Geta þau gert það ?

Fjölskylda : Andlegt ofbeldi og forsjá

Foreldrar mínir eru hætt saman og búin að vera það í langan tíma. Ég hef alltaf átt heima hjá pabba en farið til mömmu um helgar og svona.

En það var atvik sem gerðist í miðjum janúar '13. Það var þannig í raun að móðir mín beitti mig andlegu ofbeldi í miklu magni, öskrandi til mín í líklegast svona klukkutíma, einn og hálfan og ég endaði á því að hlaupa grátandi út. Ég hitti hana svo viku seinna í afmæli ömmu minnar en ég flúði það að vera nálægt henni allan tímann.

Nú þegar það eru að skjótast upp hugmyndir í kollinn minn er ég hrædd um að hún geti krafist eitthvers, sem gæti verið bundið því að hún hefur ennþá forræði yfir mér. Er möguleiki á því að ég geti óskað eftir því að hún verði svipt forræðinu?

Ýmislegt : Bandaríkin og Barnasáttmálinn

Af hverju hafa Bandaríkin ekki samþykkt Barnasáttmálann?

Kynlíf og sambönd : Ástfangin 12-13 ára?

Er er hægt að vera ástfangin ef maður er aðeins 12-13 ára? 

Fjölskylda : Má ég ráða hvort ég flyt til útlanda til pabba míns?

Það er svoleiðis að faðir minn hefur búið erlendis í næstum 7  ár og ég bý á Íslandi hjá móður minni og systur... ég hef mikið verið að hugsa um það hvort að ég geti ráðið einhverju um það hvort að ég bý hér eða hjá pabba?

Vinir og félagslíf : Vinkonur í fýlu

Mér líður skringilega því að vinkonur mínar eru í fýlu í við hvor aðra og ég get ekki leikið við báðar í einu. Þær kalla hvora aðra hálfvita og margt fleira. Hvað á ég að gera????

Síða 15 af 30

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica