Spurt og svarað

Allt sem þú vildir vita

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum. 100% trúnaður.

Sendu okkur spurningu


Fjölskylda : Hernig get ég flutt frá fjölskyldunni minni?

Hernig get ég flutt frá fjölskyldunni minni? Ég er 15 ára.

Fjölskylda : Mamma er ósanngjörn

Ég á heima hjá mömmu en mér finnst hún mjög óréttlát við mig :( ég vildi spurja hvort að pabbi geti ekki gefið mér leyfi fyrir gistingum eða þannig hlutum því mamma er ömurlega leiðinleg við mig og segir nei við öllu og ég meina öllu hún kallar mig leiðinlegum nöfnum og fleira svo getur pabbi ekki gefið mér leyfi fyrir gistingum eða bara fengið að flytja til hans.

Fjölskylda : Bannað að gista með kærasta

Halló Mega foreldrar mínir banna mér að gista með kærastanum mínum þegar ég er alveg að verða 17 ára. Þau btw leyfðu bróðir mínum að gista með kærustunni sinni þegar hann var jafn gamall og ég er núna. En af því að ég er hommi þá leyfa þau mér það ekki. Má það?!?

Heilsa og líðan : Ein í fóstureyðingu 15 ára?

Má stelpa sem er alveg að verða 15 ára fara í fóstureyðingu án þess að foreldrar viti af því?

Heilsa og líðan : Kláði

Ég er 16 ára strákur og mér klæjar hrikalega oft á pungnum en mest á kvöldin. Síðan sagði mamma að það væri örugglega sveppir á rökunni mínni sem ég raka af mér kynhárin. Ég hef aldrei stundað kynlíf eða neitt þannig. Þannig mér finnst þetta svoldið skrýtið en ég hef alveg stundað sjálfsfróun og svoleiðis. Hvað helduru að þetta sé?

Fjölskylda : Heimilisstörf

Hvað þarf ég að sinna miklum heimilisverkum?

Ýmislegt : Hvernig vinnu má ég sækja um?

Hæ hæ er á 15 ári og er að hugsa hvernig vinnu ég má sækja um?

Ýmislegt : Má lögreglan leita á mér?

Hefur lögreglan rétt á að leyta á mér og ef hún gerir það án mitt leyfi og ég ekki undir handtöku er þetta brot á friðhelgi minni og á ég rétt á skaðabótum ?

Ýmislegt : Skattur

Á ég að borga skatt og af hverju borgar maður skatt?

Vímuefni : Getur pabbi neytt mig í meðferð?

Getur pabbi minn neytt mig í meðferð? Hann er sannfærður um það að ég sé orðin háð grasi en ég er það alls ekki og reyki það mér bara til skemmtunar en ekki af því að það er til þess að svala einhverri langþráðri löngun. Getur hann neytt mig í meðferð ef þetta er ekki neitt svakalegt vandamál?

Fjölskylda : Get ég ákveðið að flytja til ömmu og afa?

Get ég ákveðið að flytja til ömmu og afa? Foreldrar mínir hafa verið skilin í 9 ár og ég alltaf verið hjá pabba, langað til mömmu og það var í vinnslu þar til nokkuð kom upp á. Nýlega hætti það en mamma býr ekki við nógu góður aðstæður til þess að fá mig til hennar. Gæti ég í staðinn fengið að flytja til ömmu og afa og ákveðið það alveg sjálf?

Fjölskylda : Má ég ráða hvort ég fer til pabba?

hef ég rétt á því að ráða hvort ég fer til pabba eða ekki? og eins bróðir minn sem er 13 ára

Skóli : Má kennari taka af mér orku- eða gosdrykk?

Ef maður er með orku/gosdrykki í tíma eða á göngunum má kennarinn taka drikkinn og hella úr honum eða geyma hjá skólastjóranum?

Skóli : Klósettferðir á skólatíma

Er í lagi að banna eða takmarka klósettferðir nemenda í skólum? Má kennari t.d. setja þá reglu að í kennslustund hjá honum séu klósettferðir ekki leyfðar?

Ýmislegt : Heimabanki

Mega 12 ára krakkar eiga heimabanka?

Ýmislegt : Langar að verða forseti

Hææææ.... sko... mér langar að verða forseti og ráða öllu. Hvað þarf ég að vera orðin gömul til þess? :)

Síða 14 af 30

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica