Spurt og svarað

Allt sem þú vildir vita

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum. 100% trúnaður.

Sendu okkur spurningu


Fjölskylda : Heimilisstörf

Hvað þarf ég að sinna miklum heimilisverkum?

Ýmislegt : Hvernig vinnu má ég sækja um?

Hæ hæ er á 15 ári og er að hugsa hvernig vinnu ég má sækja um?

Ýmislegt : Má lögreglan leita á mér?

Hefur lögreglan rétt á að leyta á mér og ef hún gerir það án mitt leyfi og ég ekki undir handtöku er þetta brot á friðhelgi minni og á ég rétt á skaðabótum ?

Ýmislegt : Skattur

Á ég að borga skatt og af hverju borgar maður skatt?

Vímuefni : Getur pabbi neytt mig í meðferð?

Getur pabbi minn neytt mig í meðferð? Hann er sannfærður um það að ég sé orðin háð grasi en ég er það alls ekki og reyki það mér bara til skemmtunar en ekki af því að það er til þess að svala einhverri langþráðri löngun. Getur hann neytt mig í meðferð ef þetta er ekki neitt svakalegt vandamál?

Fjölskylda : Get ég ákveðið að flytja til ömmu og afa?

Get ég ákveðið að flytja til ömmu og afa? Foreldrar mínir hafa verið skilin í 9 ár og ég alltaf verið hjá pabba, langað til mömmu og það var í vinnslu þar til nokkuð kom upp á. Nýlega hætti það en mamma býr ekki við nógu góður aðstæður til þess að fá mig til hennar. Gæti ég í staðinn fengið að flytja til ömmu og afa og ákveðið það alveg sjálf?

Fjölskylda : Má ég ráða hvort ég fer til pabba?

hef ég rétt á því að ráða hvort ég fer til pabba eða ekki? og eins bróðir minn sem er 13 ára

Skóli : Má kennari taka af mér orku- eða gosdrykk?

Ef maður er með orku/gosdrykki í tíma eða á göngunum má kennarinn taka drikkinn og hella úr honum eða geyma hjá skólastjóranum?

Skóli : Klósettferðir á skólatíma

Er í lagi að banna eða takmarka klósettferðir nemenda í skólum? Má kennari t.d. setja þá reglu að í kennslustund hjá honum séu klósettferðir ekki leyfðar?

Ýmislegt : Heimabanki

Mega 12 ára krakkar eiga heimabanka?

Ýmislegt : Langar að verða forseti

Hææææ.... sko... mér langar að verða forseti og ráða öllu. Hvað þarf ég að vera orðin gömul til þess? :)

Fjölskylda : Skilin eftir heima

Núna standa málin þannig að mamma mín er á leiðinni erlendis í tvær vikur. Hún var nýlega í burtu í eina viku og var ég þá skilin ein eftir heima. Gekk mjög vel bara.
Eru lög gegn því að ég 17 ára, megi ekki vera skilin ein eftir heima?
Segjum að lögin mæla gegn því, er það samt ekki alveg eðlilegt?

Heilsa og líðan Vinir og félagslíf : Vinkonu líður mjög illa

Þetta erindi hefur verið stytt af umboðsmanni barna.

Það er þessi stelpa í skólanum mínum sem að ég hef alltaf þekkt sem skemmtilegu, hressu og glöðu stelpuna en nýlega hef ég verið að kynnast henni betur og betur. En eitt kvöldið þegar við vorum samferða heim úr félagsmiðstöðinni stoppuðum við fyrir utaf húsið hjá henni og fórum að tala saman og hún algjörlega brotnaði niður fór að gráta og fór að tala um að henni leið svo rosalega ílla alltaf og langaði ekki að lifa lengur.

Hún sagði: Þegar mamma greyndist með krabbamein varð ég mjög þunglynd og leið svakalega ílla alltaf en enginn tók eftir því vegna þess að það voru allir svo uppteknir af því hvað mamma var veik svo ég fékk litla sem enga athygli frá fjölskylldu minni. Mamma sigraðist á krabbameininu og varð heil heilsu en ég var ennþá þunglynd og var farin að skera mig mikið og reyna að fremja sjálfsmorð því mér leið svo ílla að ég sá enga leið út en mamma tók svo eftir því hvernig mér leið og var farin að sjá meiðslin sem ég hafði gert við sjálfan mig svo hún sendi mig til sálfræðings sem hjálpaði eiginlega ekkert og mér fannst eins og allri fjölskyldunni minni væri allveg sama um mig vegna þess að það voru alltaf allir að skamma mig og hvað sem ég reyndi var aldrei neitt nógu gott sem ég gerði. Líka fór ég að detta úr vinahópnum mínum og vinir mínir voru hættir að vera með mér og þá fór ég að vera mikið ein sem er ekki gott fyrir mig því þá er það eina sem ég hugsa um er hversu mikið mig langar að deyja. Ég þori ekki að segja neinum og hef aldrei gert það fyrr en núna. Þú ert sú fyrsta sem ég hef sagt frá hvernig mér líður í alvöru og mig vantar hjálp ég veit það en vill ekki segja mömmu og pabba og ég veit að ef ég segja einhverjum fullorðnum seigja þeir strax mömmu og pabba. Ég veit ekki hvað ég á að gera viltu hjálpa mér.

Ég hafði aldrei lent í neinu svona áður og vissi lítið hvað ég gat sagt við hana þar sem ég var farin svo mikið að gráta sjálf. Mín spurning til ykkar er hvað á ég að gera? Eru kennarar og skólasálfræðingar skildugir til þess að tilkynna allt svona til foreldra þó að barnið vilji það ekki? Geriði það hjálpið mér mig langar svo mikið að geta hjálpað þessari frábæru og yndislegu stelpu.

Skóli : Hve lengi má skóli halda eignum?

Hversu lengi hafa skólar rétt á að halda eignum sem þeir hafa tekið af krökkum? Mega þeir halda eignunum eins og þeim sýnist eða er einhver tímaregla t.d. til kl. 4 eða eitthvað?

Fjölskylda : Samskipti við mömmu og kærasta hennar erfið

Umboðsmanni barna barst erindi frá 12 ára stelpu um samskiptavanda við móður og kærasta hennar. Það vantaði netfang með fyrirspurninni og er því ekki hægt að senda svarið. Þar sem hún bað um að erindið yrði ekki birt á síðunni verður hér einungis birtur hluti úr svari umboðsmanns.

Sú sem sendi fyrirspurnina er beðin um senda okkur netfangið sitt svo við getum sent henni svarið í heild sinni, annaðhvort hér á síðunni eða með því að senda tölvupóst á ub@barn.is.

Ýmislegt : Breyting á nafni

Ég gjörsamlega hata nafnið mitt.  Ég væri meira en sáttur ef ég gæti fengið að breyta því.

Síða 14 af 30

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica