Vantar vinnu
Mig vantar vinnu. Hvar get ég sótt um vinnu?
Foreldrar nota launin mín
Mega foreldrar mínir láta mig millifæra launin mín inná sig? Ég held að peningarnir séu notaðir til að borga reikninga, mat og svoleiðis eða allavega eitthvað af þeim. Má þetta? Ef þetta er ekki í lagi hvað get ég gert? Plís viltu svara fljótt.
Má kennari taka og geyma síma?
Má kennarinn taka af mér símann ef ég er bara með hann hjá mér og er ekki í honum. Hann sakaði mig að hafa verið í honum og neitaði síðan að gefa mér hann fyrr en eftir skóla. Hann skildi hann síðan eftir allann daginn á móttökuskrifstofunni þar sem hver sem er getur farið inn og stolið honum. Hver ber ábyrgð á því ef einhverjum GSM sima er stolið úr móttökunni?
Mega foreldrar pína mann á æfingu?
Meiga foreldrar pína mann til að mæta á æfingu ef maður vill það ekki eða ef maður er meiddur? Eiga börn ekki að ráða sjálf hvort þau eru í einhverjum íþróttum?
Sala eigna
Geta foreldrar bannað manni að selja eitthvað sem maður Á???
Má kennari segja frá einkunnum?
Einn kennari í skólanum segir stundum einkunnir úr prófum yfir allan bekkinn. Má það? Stundum segir hann ekki einkunnirnar heldur bara "gott hjá þér" við einn en "þú átt að geta miklu betur......" við annan fyrir framan alla!!! Má það? Við erum alveg mörg sem erum orðin mjög pirruð útaf þessu.
Leit í töskum
Má fólk td í skólanum eða í skólabúðum (á Reykjum eða Laugum) fara í gegnum töskurnar okkar án okkar leyfis byggt á grunnsemdum um síma, nammi eða slíkt sem er ekki leyfilegt á meðan við erum í búðunum? Er það ekki brot á persónu rétti okkar?
Foreldrar öskra á mig og meiða mig
Þetta erindi hefur verið stytt af umboðsmanni barna.
Mamma segir oft að ég sé svakalegur lygari og öskrar á mig, ég reyni að vera hjá pabba en stundum þá ýtir hann mér burt. [...] Mér finnst mamma mjög leiðinleg og pabbi sömuleiðis. Mamma öskrar alltaf á mig og meiðir stundum og pabbi líka, nema hann bara lætur mig fá sár, sum blæða meira að segja. Hvað geri ég !
Alþingi
Hvað þarf maður að vera gamall til þess að geta farið á Alþingi?
Pillan og sýklalyf
Hefur lyfið selexid áhrif á virkni pillunnar?
Áfengismælar og böll
Hæ. Ég var að pæla í því þegar krakkar eru látnir blása í áfengismæli áður en þeir fara á ball í framhaldsskóla. Má láta alla blása? Má segja að ef þú blæst ekki þá kemstu ekki inn?
Þungun - kynsjúkdómar - smokkurinn
Hvernig fer maður að því að eignast börn ef það er hætta á kynsjúkdómi að nota ekki smokk?
Heimakennsla
Má vera heimaskólaður? Kann ekki að orða þetta, ég vill vera heima í skólanum mér líður illa í mínum skóla hef lent í einelti og ekkert lætur mig líða betur og langar að vera heima skólaður það hefur verið sýnt í bandaríkjunum að nemendur sem hafa verið home schooled hafa haft 20% betri einkunnir þannig afhverju má ekki vera heima skólaður?
Af hverju mega börn eignast börn?
Af hverju mega börn eignast börn??!!!!!
Hvað er mikilvægt að vita?
Hvað er mikilvægast að vita þegar kona er að fara að stunda kynlíf i fyrsta skipti?
Má ekki gista með kærasta
Ég er 16 ára stelpa og er búin að vera í sambandi með strák í hálft ár, en ég hef aldrei gist með honum og okkur langar svo mikið að gista en foreldrar mínir banna mér það? Geta þau gert það?