Vantar vinnu
strákur
13
Mig vantar vinnu. Hvar get ég sótt um vinnu?
Komdu sæll
Hérna á vefnum eru upplýsingar um vinnumál. Eins og þar kemur fram má almennt ekki ráða börn undir 15 ára í vinnu. Þó má ráða börn sem eru orðin 13 ára til léttari starfa, en það á t.d. við um létt skrifstofustörf, létt garðyrkjustörf og létt verslunarstörf en þó ekki við kassa.
Eins og þú sérð eru ekki mörg störf í boði fyrir 13 ára unglinga. Þú getur prófað að sækja um létt störf t.d. í verslunum. Ef það gengur ekki gætir þú e.t.v. talað við foreldra þína eða aðra ættingja og kannað hvort einhver sé tilbúinn til þess að greiða þér fyrir létt störf á heimilinu eða í garðinum.
Ef þú ert með fleiri spurningar skaltu endilega hafa samband aftur. Þú getur svarað þessum pósti eða hringt í síma 800-5999 (gjaldfrjálst).
Gangi þér vel!
Kær kveðja frá umboðsmanni barna