Heimabanki
Strákur
12
Mega 12 ára krakkar eiga heimabanka?
Komdu sæll
Það er í raun ekkert í lögum sem bannar 12 ára krökkum að vera með sinn eigin heimabanka, þar sem börn ráða sjálf yfir þeim peningum sem þau vinna sér inn fyrir eða fá í gjöf. Bankar geta þó sjálfir sett sér reglur um það hvenær börn geta fengið aðgang að heimabönkum.
Það virðist misjafnt eftir bönkum hvaða reglur gilda. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðum Landsbankans og Arion banka þurfa börn að vera orðin 13 ára til að fá netbanka. Hjá Íslandsbanka og MP banka geta börn hins vegar fengið netbanka þegar þau eru orðin 12 ára.
Endilega hafðu samband aftur ef þú ert með frekari spurningar.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna