Skilin eftir heima
stelpa
17
Núna standa málin þannig að mamma mín er á leiðinni erlendis í tvær vikur. Hún var nýlega í burtu í eina viku og var ég þá skilin ein eftir heima. Gekk mjög vel bara.
Eru lög gegn því að ég 17 ára, megi ekki vera skilin ein eftir heima?
Segjum að lögin mæla gegn því, er það samt ekki alveg eðlilegt?
Komdu sæl
Þar sem mamma þín fer með forsjá yfir þér ber hún ábyrgð á velferð þinni. Ef hún treystir þér til þess að vera ein heima og þú samþykkir það sjálf er ekkert sem beinlínis bannar það. Hins vegar þarf mamma þín að vera viss um að öryggi þitt sér tryggt, að þú hafir nægan mat og að einhver fullorðinn sé til staðar til þess að aðstoða þig ef eitthvað kemur upp á.
Svarið er því nei, það er ekkert í lögum sem bannar það að þú sért skilin eftir ein heima.
Kveðja frá umboðsmanni barna