Sjálfræði - fjárræði
stelpa
14
Verður maður ekki fjárráða 16 ára og sjálfráða 18 ára?
Komdu sæl
Nei. Einu sinni urðu börn sjálfráða 16 ára en fjárráða 18 ára. Árið 1997 var þessu breytt þannig að sjálfræðisaldurinn var hækkaður upp í 18 ára.
Fólk verður því bæði sjálfráða og fjárráða við 18 ára aldur. 18 ára aldurinn er líka kallaður lögræðisaldur því þá verður fólk lögráða og öðlast sömu réttindi og skyldur og fullorðið fólk.
Hér getur þú skoðað lögræðislögin.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna