Mér finnst að ef að ég kalla á hjálp á hún að koma !
stelpa
13
Mér finnst að ef að ég kalla á hjálp á hún að koma!
Komdu sæl.
Umboðsmaður er alveg sammála þér að þegar börn biðja um hjálp ber hinum fullorðnu skylda til þess að aðstoða þau eins og hægt er.
Foreldrar þínir bera ábyrgð á líðan þinni og vernd og því er mikilvægt að leita fyrst til þeirra ef þú getur og biðja þau um hjálp. Ef þú treystir þér ekki til að tala við foreldra þína gætir þú leitað til kennara í skólanum, námsráðgjafa eða skólahjúkrunarfræðings. Einnig gætir þú talað við vinkonur þínar sem gætu kannski hjálpað þér ef málið er ekki alvarlegt.
Þú getur líka sagt okkur frá og við getum reynt að hjálpa þér með því að leiðbeina þér á réttan stað. Þú getur sent fyrirspurn hér eða tölvupóst á netfangið ub@barn.is með nánari upplýsingum um það sem þig vantar hjálp við. Ef þú sendir fyrirspurn er mikilvægt að þú segir okkur netfangið þitt til þess að við getum svarað þér persónulega með tölvupósti.
Gangi þér vel.
Kveðja frá umboðsmanni barna