Er alltí lagi að vera byrjaður á blæðingum 11 ára?
stelpa
11
Er alltí lagi að vera byrjaður á blæðingum 11 ára og má segja vinum?
Komdu sæl
Já það er allt í fína lagi að vera byrjuð á blæðingum 11 ára. Það er talað um að oftast byrji stúlkur á blæðingum 10-16 ára. Þú verður að meta það sjálf hverjum þú segir frá - þetta er alls ekkert til að skammast sín fyrir og kemur fyrir helming mannkyns. Stundum kann þetta að vera hálfgert vandræðamál hjá krökkum og kannski ekki sniðugt að segja ÖLLUM frá strax. Til að byrja með skaltu samt endilega segja mömmu þinni frá þessu. Hún getur örugglega gefið þér góð ráð.
Þú veist vonandi að þú getur leitað til skólahjúkrunarfræðingsins með alls konar mál sem varða heilsu og líðan, þ.m.t. blæðingar og alls konar spurningar sem tengjast þeim.
Ef þú vilt meiri upplýsingar um blæðingar og kynþroskann skaltu endilega lesa þessa síðu á 6h.is. Þar er líka hægt að senda fyrirspurn til hjúkrunarfræðings í trúnaði.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna