Er offita arfgeng?
stelpa
14
Ég er að pæla getur maður erft offitu?? æjjh það er sko þannig að mama mín er alltof þung, pabbi minn líka, móðuramma mín var þannig, systur mömmu og systurdætur eru allar of þungar! :S er að pæla hvort að þetta gæti verið svo í ættinni?? Ég er sko 14 ára e-ð í kringum 160 cm og er 65 kíló!!!!
Komdu sæl
Svarið við spurningu þinni um arfgengi offitu er að finna á vísindavefnum, sjá „Er offita arfgeng?” eftir Þuríði Þorbjarnardóttur líffræðing.
Þó að það geti verið gagnlegt að fylgjast með líkamsþyngdinni þá skiptir meira máli að vera heilbrigður og líða vel – líkamlega og andlega. Hollur matur, hæfileg hreyfing, nægur svefn og góð tengsl við sína nánustu eru allt þættir sem þarf að huga að.
Ef þig vantar frekari upplýsingar eða ráðgjöf varðandi heilsu og þyngd getur þú spurt hjúkrunarfræðing hér á www.6h.is, fengið viðtal hjá skólahjúkrunarfræðingnum, en hann/hún aðstoðar krakka með alls kyns mál sem varða heilsu og líðan. Einnig gætir þú fengið að tala við hjúkrunarfræðing á heilsugæslustöðinni þinni.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna