Samráð við börn
stelpa
15
Mér finst að það eigi að spyrja fyrst börnin í landinu hvort það megi gera þetta og hitt eins og t.d. að byggja hús þarna eða ekki, eða kjósa um eitthvað sem krakkar hafa kannski líka áhuga á !!!!!! og mér finst að fatlaðir unglingar/krakkar eiga að fá jafn mikla mentun eins og aðrir krakkar/unglingar!!!!
Komdu sæl
Umboðsmaður barna er alveg sammála þér um að fullorðna fólki ætti alltaf (þegar það er hægt) að leita álits hjá börnum áður en teknar eru ákvarðanir sem varða þeirra daglega líf.
Krakkar sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri geta farið ýmsar leiðir til að gera það, t.d. með undirskriftasöfnunum eða með því að starfa í nemendaráði í grunnskólanum en tveir fulltrúar nemenda sitja líka í skólaráðinu. Svo eru starfandi ungmennaráð í mörgum sveitarfélögum. Því miður finnst sumu fullorðnu fólki óþarfi að blanda krökkum inn í ákvarðanatöku í samfélaginu en umboðsmaður trúir því að smám saman sé þetta að breytast og vonar að innan skamms teljist það sjálfsagður hlutur að spyrja börn alltaf álits um þau málefni sem þau varða.
Umboðsmaður telur líka óumdeilt að börn með fötlun eigi fá sambærilega menntun og þau sem eru ófötluð. Til þess að þau geti tileinkað sér námið í skólanum þurfa þau því oft að fá sérkennslu eða aðra aðstoð. Ef þú veist um barn eða börn með fötlun sem eru ekki að fá þá þjónustu sem þau þurfa skaltu endilega ræða við foreldra þína eða umsjónarkennara.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna