Á ég að borga skatta?
stelpa
15
Á ég að borga skatta?
Komdu sæl
Fram að 16 ára aldri greiða börn og unglingar það sem stundum hefur verið kallað barnaskattur. Af tekjum umfram ákveðið frítekjumark eiga börn að greiða 6% í skatt.
16 ára og eldri
Á því ári þegar einstaklingur verður 16 ára fer hann að borga skatta eftir sömu reglum og fullorðnir. Í staðinn fyrir 6% “barnaskatt” er reiknuð staðgreiðsla og frá henni dreginn persónuafsláttur.
Skattkortið
Allir fá sent skattkort í byrjun þess árs þegar þeir verða 16 ára. Skattkortið er ávísun á persónuafslátt. Launagreiðandi má því aðeins draga persónuafslátt frá reiknuðum sköttum að launamaður hafi látið hann fá skattkortið sitt.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna