Sund og útivistartími
Má reka börn upp úr sundlaug fyrr til að virða útivistartíma þeirra?
Staðsetningarapp í síma
Mega foreldrar setja app í síma sem birtir staðsetningu manns alltaf til þeirra án leyfis?
Verkefni í frímínútum
Má láta börn sitja í frímínútum og klára verkefnið sem þau voru að gera í tímanum?
Mygla í skólum
Það kom mygla upp í skólanum mínum og nú á að flytja skólann minn frá Eyrabakka og yfir á Stokkseyri. Mér finnst á mér brotið og vil spyrja hvort þeir geti gert þetta án samráðs við okkur krakkana og foreldra?
Að taka í vörina
Mega tannréttingarlæknar segja frá ef þeir sjá að ég hef verið að taka í vörina? Þurfa þeir leyfi frá mér?
Vanlíðan og einelti
Hæ. Ég þarf hjálp, hef lent í miklu einelti og líður illa. Kvíðir því að byrja aftur í skólanum.
Borga ég skatta þegar ég verð 16 ára?
Ég er 14 ára að verða 15 í lok október sem þýðir að ég verð 16 ára næsta haust. Spurningin mín er hvort ég þurfi að borga fulla skatta með laununum sem ég fæ yfir sumarið 2018 (ennþá 15 ára) eða byrja ég að borga skatta eftir að ég verð 16?
Hlutverk umboðsmanns
Getur umboðsmaður barna hjálpað til að koma mér á framfæri. Svona eins og ef ég væri leikari gætir þú þá fundið leikarastarf fyrir mig eða komið mér í áheyrnarprufur og þannig?
Heimanám
Má skólinn láta mig fá heimanám?
Vinna 12 ára?
Má ég vinna ef ég er 12 ára?
Mega 12 ára sofa saman
Ég er 12 ára stelpa og er byrjuð á túr, mér langar að sofa hjá kærastanum mínum við erum bæði til búin en ég er hrædd um að verða ólétt.
Útivistartími 16 ára
Hæ foreldrar mínir leyfa mér bara að vera til 11 úti og allir mínir vinir fá að vera til 12 eða 1.
Ráða foreldrar um menntaskóla
Ráða foreldrar mínir hvort ég fari í menntaskóla?
Spurt um hæð og þyngd
Er í lagi að vera 168 cm og 76 kg?
Slím
Hef lengi verið með slím í brók og er ekki að skilja af hverju. Ég hugsa mikið um hreinlæti.
Mamma öskrar á systur mína
Mamma öskrar stanslaust á einhverfu systur mína þótt hún geri ekkert rangt, og það er svo erfitt að horfa á hana lenda í því sama og ég lenti í þegar ég var á hennar aldri, hvað get ég gert?