Slím
Hef lengi verið með slím í brók og er ekki að skilja af hverju. Ég hugsa mikið um hreinlæti.
Hæhæ. Her er spurning sem ég hef viljað spyrja lengi. Ég er 14 ára. Ég er alltaf með slím í brókinni minni og hef verið með það í svona 1 og hálft ár. Ég er ekki byrjuð á blæðingum þannig að ég er ekki að skilja þetta. Af því að ég er búin að skoða allt um þetta her á vefnum og þar stendur að það komi slím svona sirka 8 mánuðum fyrr áður en maður byrjar á blæðingum ekki satt. Ég hugsa mikið um hreinlæti.
Hæ.
Takk fyrir erindið þitt. Það er gott að þú hugar vel að hreinlæti þínu sem er mjög mikilvægt og sérstaklega þegar maður er á kynþroskaaldri.
Hér er svar við svipaðri fyrirspurn sem þú ert örugglega búin að lesa. Við getum því miður ekki bætt við meira svarið okkar en ef þú hefur miklar áhyggjur þá ættir þú að geta rætt um þetta við skólahjúkrunarfræðinginn í skólanum þínum. Þú gætir einnig um þetta við mömmu þína sem hefur örugglega verið í sömu sporum og þú eða einhvern annan fullorðinn sem þú treystir t.d. eldri systur, frænku eða ömmu.
Einnig vill umboðsmaður barna benda á að allir geta spjallað við hjúkrunarfræðing um allt sem tengist heilbrigði, kynþroska og öðrum heilsutengdum vangaveltum á netspjalli heilsuveru. Þá ýtir maður á spjallblöðruna sem er neðst niðri hægra megin þegar farið er inn á https://www.heilsuvera.is/ og hjúkrunarfræðingur svarar öllum spurningum.
Með góðri kveðju frá umboðsmanni barna.