Ráðgjöf vegna "vinavandamáls"
Heyrðu má maður hringja í 1717 ef maður er með vina vandamál sem er svolítið langt (of langt til að skrifa hér) og hvert get ég hringt og fengið svörin við þessu ef ég get ekki skrifað það hér. Það þarf að vera 100% trúnaður og helst gjaldfrjáls sími. ps. Er hægt að hringja í ykkur?
Alltaf að stelast
Hæhæ!! Ég er 13 ára stelpa. Ég er alltaf að stelast til þess að gera eitthvað sem ég má ekki gera! Ég ét nammi sem er til heima en það má ég ekki svo stel ég líka tyggjó úr vösunum hjá krökkunum í skólanum! Ég hef gert eitthvað fleira! Mér líður geggjað illa útaf þessu en ég get ekki hætt!! HJÁLP
Langar að eignast barn
Ef mér langar að eignast barn en foreldrar mínir ekki... hvaða ákvörðun á ég að taka? Kærastinn minn og ég erum bæði sátt við það.... enda gerum við það aldrei með getnaðarvörnum:S
Hvað eru börnin mörg á Íslandi?
Hvað eru börnin mörg á Íslandi?
Ábyrgð á uppeldi barna
Er rétt að annað foreldrið ætti að bera aðalábyrgð á uppeldi barna og ef já hvort?
Er vinkona sem reykir og drekkur slæmur félagsskapur?
Foreldrar mínum finnst ein mjög góð vinkona min vera slæmur félagskapur. Hún reykir og drekkur en hún er mjög góð og skemmtileg. Málið er að mér finst hún ekki slæmur félagskapur, mamma segir að hún getur komið mér inni reykingar og drykkju er það satt?
Áhyggjur af vinkonu sem er með eldri strákum
Vinkona mín er byruð að sofa hjá miklu eldri strákum sem hún kynntist á netinu. Hún er bara 15 ára (strákarnir eru svona í kringum 20). En hvað á ég að gera? Ég hef áhyggjur að henni. Hún mætir bara 2 daga í skólann eða bara ekkert. Hvað á ég að gera?
Ekkert sætir eru skotnir í mér
Hjálp! Bara strákar sem mér finnst ekkert sætir eru skotnir í mér og strákurinn sem ég er skotin í man einu sinni ekki nafnið mitt:S Hvað á ég að gera:S
Vinkona mín vill ekki sjá mig - líður illa
Hæj kæri umboðsmaður barna. Ég lenti í rifrildi við bestu vinkonu mína sem að er búið að standa í næstum heilt ár. Ég þori hreinlega ekki að fara´til hennar og biðja hana afsökunar það virkar ekki að senda henni sms né hringja. Ég vil svo mikið að hún verði vinkona mín aftur.
Hún og ég eigum svo mörg leyndarmál saman, hún er byrjuð að leika við vinsælu stelpurnar og allir strákarnir vilja bara leika við hana. allt í einu er hún orðin vinsæl. Um daginn hringdi ég í hana ég ætlaði að biðja hana um að vera vinkona mín aftur en hún svaraði og ég stamaði bara og skellti á svo talaði hún 5 skilaboð inná talhólfið og lét nýju vinkonur sínar tala inná líka, þær sögðu að ég væri ljót og leiðileg og að Hún vilji ekki sjá mig ég fékkk svo í magan af þessu að ég grét og grét í marga klukkutíma þangað til að ég gat ekki andað. Hún er svo vond við mig ég hef þekkt hana alla ævi og ég veit að hún hefur aldrei áður látið svona. Ég er grátandi núna í meðan ég er að skrifa. Hún er svo vond við mig. Hún er búin að segja öllum hverjum ég er skotin í. Ég er ekki búin að segja öllum hverjum hún er skotin í, vegna þess að ég þori því hreinlega ekki.
Í skólanum þegi ég allann daginn ég fer heim grét, fer í tölvuna og síðan kemur mamma mín heim. Ég hef grátið á hverjum einasta degi í 7 mánuði. Það sem hún er að gera mér er hræðilegt. Enginn skilur hvað ég er að ganga í gegnum. Ég hef einu sinni reynt að drepa mig það var fyrir 2 mánuðum ég fór ofan í ískalt bað og ég fór í kaf svo kom amma mín og ætlaði að fara bara í heimsókn en þá þóttist ég bara vera í baði. Ég vildi að ég gæti endurgoldið vinkonu mína aftur.
Vinnutími á hóteli um helgar
Ég vinn í uppvaki á hóteli í miðbæ 101 og vinn á helgum frá 16 á daginn til 04-05 á nóttunum, má það? Ég fæ 1050 á tíman! Hvað mega 16 ára uglingar vinna mikið? Ég er í skóla.
Vil fá hjálp við þunglyndi án þess að foreldrar mínir viti það
Ég er rosalega þunglynd, og ég er alltaf að reyna að fremja sjálfsmorð, ég var að spá, hvort að hægt væri að hringja í BUGL og fá viðtal þar, án þess að mamma og pabbi manns vissu af því?
Beitt ofbeldi heima og farin að skera mig
Já, sko fósturmamma mín lemur mig, ekki með kinnhest, hún hendir mér i vegginn heima, og hendir hlutum í mig, pabbi gerir ekkert við þessu, en stundum þegar hún gengur of langt, þá segir hann stopp, og fer út á bar og drekkur. Ég spurði mömmu hversvegna hún lemur mig svona, og hún segjir bara að mamma hennar hafi lamið hana þegar hún var lítil. Barnavernd talaði einu sinni við hana, og hún laug og sagði að ég væri bara að ljúga, en þegar barnavernd fór, þá trompaðist mamma, hún henti mérí borð, og ég fékk gat á hausinn. Ég þurfti að fara á Landspítalann í Fossvogi, til að láta sauma mig. Ég er byrjuð að skera mig, og mér líður aldrei vel þegar ég tala við mömmu, og svona, en þegar ég sker mig, þá líður mér betur, og öll vandræðin fara í burtu. Hvað á ég að gera með mömmu mína.?
Mér finnst ég passa ekki inní fjölskylduna mína
Mamma mín og pabbi eru alveg frábærir foreldrar, svolítið ströng en góð. Ég á erfitt með að vakna á morgnana og nota ljót orð og er ekki fyrirmyndarbarn, en bróðir minn er draumur pabba. Hann er með mynd af bróður mínum á símanum sínum en ekki mér. Mér finnst ég passa ekki inní fjölskylduna en allavega vil ég vita hvernig ég get verið draumabarn pabba míns, því ég vil það svo sárt.
17 ára að verða móðir - hvaða réttindi hef ég?
Hæ, Eg er verd 17 ára nú i sumar. Ég er ólett og vildi vita hvaða réttindi ég kem til með ad hafa sem móðir undir 18 ára. Ég á ekki ad eiga fyrr en um jólin en ég vil vera med föður barnsins. Hann er 19. Er einhver möguleiki a því og hvaða réttindi hef eg gagnvart barninu minu? Mamma min má t.d ekki taka barnið frá mér eða hvað? kv. radvilt
Er eðlilegt að ég hafi áhuga á því að kyssa og kela við stelpur en ekki stráka?
Er eðlilegt að ég hafi áhuga á því að kyssa og kela við stelpur en ekki stráka?
Stundum líður mér eins og enginn skilji mig og ég sé alveg ein
Mér finnst stundum eins og mömmu minni þykji nákvæmlega ekkert vænt um mig! Ég veit að það er bara bull en stundum líður mér eins og enginn skilji mig og ég sé alveg ein. Ég á frábærar vinkonur en stundum er það ekki nóg, ég missti pabba minn fyrir 5 árum og stundum verið strítt á því!! Mér líður oft ekkert vel. Ég er 167 á hæð og ekki eðlileg í vexti!! Má ég fá einhverjar ráðleggingar um svona hluti