Ekkert sætir eru skotnir í mér
stelpa
12
Hjálp! Bara strákar sem mér finnst ekkert sætir eru skotnir í mér og strákurinn sem ég er skotin í man einu sinni ekki nafnið mitt:S Hvað á ég að gera:S
Komdu sæl
Það er alveg eðlilegt að vera pínu svekktur ef sá/sú sem maður er skotin(n) í man ekki hvað maður heitir eða tekur ekki eftir manni. Það hefur örugglega komið fyrir marga. Það er samt gott að hafa í huga að oft geta þeir sem fyrst virðast lítið spennandi verið frábærir einstaklingar með gott hjartalag.
Það sem þú ættir helst að gera er að bíða róleg. Hlutirnir breytast fljótt og eftir nokkrar vikur eða mánuði er staðan kannski orðin allt önnur.
Þú gætir líka reynt að nýta þau tækifæri sem þér gefst til að kynnast stráknum og sjá hvort þið getið orðið vinir. Þú segist vera 12 ára. Það er nægur tími til að hafa áhyggjur af ástarsamböndum síðar meir.
Ef þú vilt frá persónulega ráðgjöf vill umboðsmaður mæla með www.totalradgjof.is.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna