Ábyrgð á uppeldi barna
strákur
16
Er rétt að annað foreldrið ætti að bera aðalábyrgð á uppeldi barna og ef já hvort?
Komdu sæll
Það er skoðun umboðsmanns að ákjósanlegast sé að báðir foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna. Það er líka vilji stjórnvalda að jafna sem mest ábyrgð foreldra á uppeldi barna sinna og eru nýlega breytingar á löggjöf um fæðingarorlof þar sem feðrum er boðið upp á fæðingarorlofsgreiðslur í þrjá mánuði til marks um það. Einnig var barnalögum nýlega breytt á þann veg að sameiginleg forsjá skuli vera meginreglan eftir skilnað eða sambúðarslit foreldra.
Aðstæður barna eru þó misjafnar og foreldrar eru misvel í stakk búnir til að sinna uppeldi barna sinna, t.d. þar sem foreldrar búa ekki saman, annað foreldrið er mikið fjarverandi eða veikt. Þá verða foreldrarnir að ná samkomulagi um það hvernig best er að haga málum í samræmi við það sem börnum þeirra er fyrir bestu.
Til fróðleiks má benda þér á að smella hér til að skoða barnalög en í 28. grein er fjallað um forsjárskyldur foreldra.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna