Er eðlilegt að ég hafi áhuga á því að kyssa og kela við stelpur en ekki stráka?
stelpa
10
Er eðlilegt að ég hafi áhuga á því að kyssa og kela við stelpur en ekki stráka?
Komdu sæl
Já já, það er allt í lagi með það að þú sért hrifnari af stelpum og strákum. Þú skalt ekkert vera að láta þetta valda þér neinum áhyggjum. Sumir uppgötva snemma að þeir séu samkynhneigðar eða laðist bæði að strákum og stelpum á meðan aðrir þurfa lengri tíma til að velta þessu fyrir sér. Það er alveg eðlilegt. Þú segist nú bara vera 10 ára og því er nægur tími til að pæla í þessum hlutum á næstu árum og þú þarft ekkert að flýta þér að "flokka" sjálfa þig.
Umboðsmaður barna mælir með að þú sendir Ástráði fyrirspurnir sem varða kynhneigð og kynlíf. Á heimasíðu Ástráðs, www.astradur.is, er fullt af upplýsingum.
Svo getur þú líka leitað til hjúkrunarfræðingsins í skólanum ef þú vilt tala við einhvern um þessar pælingar.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna