Alltaf að stelast
stelpa
13
Hæhæ!! Ég er 13 ára stelpa. Ég er alltaf að stelast til þess að gera eitthvað sem ég má ekki gera! Ég ét nammi sem er til heima en það má ég ekki svo stel ég líka tyggjó úr vösunum hjá krökkunum í skólanum! Ég hef gert eitthvað fleira! Mér líður geggjað illa útaf þessu en ég get ekki hætt!! HJÁLP
Komdu sæl
Það er nú ekki nógu sniðugt hjá þér að vera að stelast til að gera það sem ekki má.
Það er alvarlegt mál að stela og það hefur bara slæmar afleiðingar í för með sér. Ef þú ert að stela frá krökkunum í skólanum mun það örugglega baka þér óvinsældir þegar upp um það kemst.
Ef þú ert að fara á bak við foreldra þína gæti það orðið til þess að þeim finnist þeir ekki geta treyst þér. Þú skalt heldur viðurkenna þetta fyrir foreldrum þínum og segja þeim hversu illa þér líður vegna þessa. Þau geta örugglega hjálpað þér að setja þér markmið og standa við það sem þú ætlar þér.
Svo getur þú alltaf leitað til umsjónarkennarans þíns eða námsráðgjafans í skólanum ef þig vantar einhverja aðstoð, t.d. í sambandi við vinina.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna