Svitna mikið í skólanum
Ég er mjög pirruð útaf þessu .. en það er að ég svitna alltaf rosalega í skólanum og það kemur stór blettur, en heima svitna ég ekkert. Af hverju er þetta?? Og helduru að þetta hætti ? Þetta byrjaði sko bara fyrir stuttu að koma svona mikið en nenniru plís að svara .. þetta er svo leiðinlegt :( 14ara stelpa í rkv
Ósanngjarn kennari
Ég held að einn kennarinn í skólanum sé eitthvað á móti mér. Hún lét einkunnina mína í einu fagi lækka alveg fullt niður út af misskilningi sem að hún vissi sjálf! Svo er hú alltaf að skamma mig og niðurlægja mig fyrir framan allan bekkinn. Það er naumast að ég hætti í skólanum útaf henni :S!
Vinskapur og vinsældir
Mér líður ekki svo vel í skólanum. Ég er ekki vinsæl og mér finnst eins og vinsælu krakkarnir fyrirlíti mig! Vinsælu sem verða líka allt í einu rosalega góðir við mann eru ekkert sérlega góðir eftir allt saman. Hvað get ég gert ?
Þetta er frjálst land. Mér líður eins og þræl.
Þetta er frjálst land. Mér líður eins og þræl. Þetta /%%$%#% alþingi er fáránlegt. NIÐUR MEÐ ALÞINGIÐ! Það á ekki að stjórna öðrum. Hættið að semja reglur fyrir utan boðorðin. Þið getið ekkert bannað!
Mér finnst að börn eigi að fá frelsi. Þeir þurfa ekki að ganga í skóla nema foreldrar skipi svo fyrir. Börn eiga að fá FRELSI! FRELSIII!!!!!!!!!!!
Styttri skóla og lægri skólagjöld !
Er ekki hægt að hafa skólann styttri og lægri skólagjöld og vera aðeins betri við börn yngri en 8 ára sem eru í gæslu i skóla og ekki beita ofbeldi :S Endilega sendið mér svar við þessum spurningum :)
Af hverju skólaskylda?
Af hverju er skylda að fara í skóla? Afhverju getur maður ekki verið í heimaskóla?
Einelti af hálfu kennara?
Stærðfræðiskennarinn í skólanum mínum, umsjónarkennarinn minn að auki sagði einkunnina mína úr einu prófi upphátt yfir allan bekkinn! Þetta gerðist sko þannig að hún var að lesa upp einkunnirnar og spurði flesta hvort að þeir vildu láta segja einkunnina upphátt eða ekki, allir fengi nokkuð hátt, svo las kennarinn upp mig og ég sagði já ... svo bætti ég strax á eftir ég vil ekki láta lesa hana upphátt, og um leið og ég sagði það sagði kennarinn hana upphátt! Og einkunnin var ekkert sérlega há! Er þetta einelti eða ?
Langar að kyssa strák
Mig langar alveg ROSALEGA að kyssa strák (hef aldrei kysst einn einasta) en ég er bara ekki nógu góð fyrir þá ;S Ég meina ég soldið þybbin, óvinsæl og ekkert smá feimin ! Á ég að bíða eða ?
Vil ekki búa með stjúppabba mínum
Sko einu sinni þá tók fósturpabbi minn mig upp á bolnum sleit hálsmenið sem að ég var með um hálsinn og sló mig utanundir. Mamma mín horfði á og gerði ekki neitt.
OG svo eru þau búin að banna mér að hitta langlanglang bestu vinkonu mína .. .[erindi stytt af umboðsmanni barna] ... Ég vil bara ekki lifa lengur nema fyrir vinkonur mínar. Ein þeirra er búin að styðja mig í gegnum allt ílífinu síðan við kynntumst en samt sem áður vil ég ekki búa heima hjá mér á meðan að fósturpabbi minnn býr þar!!!
Á afmæli seint á árinu. Hvað með útivistarstíma?
Mamma þarf alltaf að láta eins og ég sé einu ári yngri en ég er af því að ég á afmæli soldið seint á árinu ! Ég er búin að reyna að segja henni að ég líti á mig ekki einu ári yngri en hún segir alltaf að ég sé ennþá 12 ára. Hún leyfir mér t.d. ekki að vera til kl.10 á kvöldin frá 1.september-1.maí, bara til kl.8 ! Hvað á ég að gera ?
Mér líður alveg hræðilega!
Mér líður alveg hræðilega! Stundum langar mig bara til þess að drepast og koma aldrei aftur! Mér líður t.d. ekki vel í skólanum, vinkonur mínar eru ekki alveg eins og ég vonaðist, ég er farin að forðast þær! Og ef að ég fer t.d. í sumarbúðir dæma stelpurnar mig áður en að þær kynnast mér, og ég verð þá eiginlega ein heila viku ! Hvað á ég að gera ?
Vinkona pirrandi - illt umtal á Netinu - líður illa
Mér líður ekkert sérlega vel !Það er út af mörgum hlutum t.d. eins og að ég er hætt að nenna að vera með bestu vinkonu minni, mér finnst hún orðin pirrandi, enda eru allir t.d. á msn að segja að hún sé ömurleg eða leiðinlegasta manneskja í heimi ! Og rétt áðan var ég að kíkja á blogg síðuna mína og það stóð eikkað svona líkt: "Flott síða NOT ömurleg síða ljóta feita gleraugnaglámurinn þinn reynir að vera eikkað cool! " Hálfpartinn á þetta við mig! Ég geng með gleraugu, ég er soldið þrekvaxin og ég er óánægð með útlit mitt, ég er heldur ekkert sérlega vinsæl. Ég bý með mömmu minni og við erum eiginlega bláfátækar ! Stundum langar mig bara til þess að deyja !
Vinavandamál
Ég var að pæla...maður sér soldið mikið að svona vina vandamálum. Getur maður kannski sótt um t.d. bara send þér (Umboðsmaður Barna) kannski tölvupóst og gefið upp kennitölu svo að engir perrar séu að ná í þetta og þú getur kannski fundið einhverja persónu sem vantar vin og tengd þá til dæmis :) ?? Endilega svara :D
Er að missa vini mína vegna vímuefnaneyslu minnar
Hæhæ .. ég er í menntaskóla allt gengur vel en málið er ég á bestu vini sem hægt er að hugsa sér en núna er ég að flækjast inní allt annan félagshóp. Ég er byrjuð að vera aftur .. með fóki í dópi og núna er ég búin að falla. Ég var buin að vera edrú í 3 mánuði, bara reykja gras og svona en núna er þetta orðið alvarlegra og ég komin i sterkari efni en ég hafði áður verið í .. Þannig núna eru yndislegu vinirnir minir að fara frá mér útaf því þeir vilja ekki vera með svona ógeðslegri manneskju sem er á e-töflum og eitthvað en ég er svo hrædd að geta ekki hætt. Ég byrjaði i 8 bekk og núna er ég í 1. í menntó og er enn að þessu rugli. Geturu hjálpa? Kveðja,
Stelpan sem er góð í að missa vini sína
Friðhelgi einkalífs og MSN
Mamma og pabbi skoðuðu msn samtölin mín, mega þau það? Ég tala mjög mikið um persónulega hluti á msn og svoleiðis, þannig að mér finnst þetta mjög óþæginlegt.
Einmanna í útlöndum
Hæ ég bý ekki á íslandi en er þó íslensk, ég er búin að vera hérna í í 4-5 mánuði og mér gengur ekki alltof vel í skóla þar sem engin talar við mig. Ég er ekki lögð í einelti en það hunsa mig allir. Er það mér að kenna? Og hef ég réttindi til að fá að flytja til ættingja minna á íslandi ef ég eignast ekki vini?
Fjölskylda mín er svaka góð og við erum mörg hérna en samt er ég svakalega einmana og oft get ég ekki hamið mig og læt það bitna á mömmu mini hvað ég er bitur og einmana. Mamma segir að allir hafi gefið upp samþykki sitt að flytja hingað en þá vissi ég ekki að það yrði svona. Ætti ég að gefa þessu tækifæri? Ég bið um svar því ég er ráðvillt. Takk