Einelti af hálfu kennara?
stelpa
14
Stærðfræðiskennarinn í skólanum mínum, umsjónarkennarinn minn að auki sagði einkunnina mína úr einu prófi upphátt yfir allan bekkinn! Þetta gerðist sko þannig að hún var að lesa upp einkunnirnar og spurði flesta hvort að þeir vildu láta segja einkunnina upphátt eða ekki, allir fengi nokkuð hátt, svo las kennarinn upp mig og ég sagði já ... svo bætti ég strax á eftir ég vil ekki láta lesa hana upphátt, og um leið og ég sagði það sagði kennarinn hana upphátt! Og einkunnin var ekkert sérlega há! Er þetta einelti eða ?
Komdu sæl
Svona atvik getur varla talist vera einelti þó að þetta hafi verið mjög leiðinlegt og erfitt. Það var óheppilegt að þú hafir verið aðeins of sein að skipta um skoðun en það hefur vonandi ekki verið ætlunin hjá kennaranum að gera lítið úr þér.
Það má samt alveg velta fyrir sér tilganginum hjá kennaranum í því að opinbera einkunnir nemenda með þessum hætti og hvort það teljist uppbyggileg aðferð svona yfirleitt.
Ef þér líður mjög illa út af þessu skaltu endilega reyna að ræða þetta við umsjónarkennarann sjálfan eða annan starfsmann skólans. Svo mælir umboðsmaður með því að þú látir foreldra þína vita af þessu. Þau geta líklega hjálpað þér að líða betur.
Kveðja frá umboðsmanni barna