Af hverju skólaskylda?
strákur
13
Af hverju er skylda að fara í skóla? Afhverju getur maður ekki verið í heimaskóla?
Komdu sæll
Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Að sjálfsögðu bera foreldrarnir aðalábyrgðina á að börnin komist til manns en í samfélaginu eru flestir sammála um það að best sé fyrir börnin að fagfólk sjái um að kenna þeim það sem nauðsynlegt er að kunna og geta til að eiga sem besta möguleika í framtíðinni. Í skólanum læra krakkar líka að eiga samskipti við jafnaldra og aðra nemendur og efla þannig félagsþroska sinn sem er líka mjög mikilvægt.
Samkvæmt lögum um grunnskóla er öllum börnum 6-16 ára almennt skylt að sækja grunnskóla. Þó má finna undantekningar á þessari skyldu og eru nokkrir heimaskólar starfandi í landinu en þeir eru starfræktir undir eftirliti viðkomandi sveitarfélags.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna