Ósanngjarn kennari
stelpa
13
Ég held að einn kennarinn í skólanum sé eitthvað á móti mér. Hún lét einkunnina mína í einu fagi lækka alveg fullt niður út af misskilningi sem að hún vissi sjálf! Svo er hú alltaf að skamma mig og niðurlægja mig fyrir framan allan bekkinn. Það er naumast að ég hætti í skólanum útaf henni :S!
Komdu sæl
Kennarar eiga að koma fram við nemendur sína af virðingu og tillitssemi alveg eins og nemendur eiga að koma vel fram við kennara og hlýða fyrirmælum þeirra. Ef þú ert ósátt við framkomu þessa kennara er mikilvægt að þú látir umsjónarkennarann þinn vita af því. Best er þó að byrja að ræða málin heima við foreldra þína. Ef þessi kennari er að gera lítið úr þér og skamma þig að ástæðulausu er rétt til að láta skólastjórann eða aðstoðarskólastjórann vita af því.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna