Svitna mikið í skólanum
stelpa
13
Ég er mjög pirruð útaf þessu .. en það er að ég svitna alltaf rosalega í skólanum og það kemur stór blettur, en heima svitna ég ekkert. Af hverju er þetta?? Og helduru að þetta hætti ? Þetta byrjaði sko bara fyrir stuttu að koma svona mikið en nenniru plís að svara .. þetta er svo leiðinlegt :( 14ara stelpa í rkv
Komdu sæl
Þar sem þú svitnar í skólanum en ekki heima gæti þetta tengst einhvers konar spennu eða stressi. Eða þá að þér sé einfaldega of heitt í skólanum :-)
Til að ræða málin og fá ráð við þessu mælir umboðsmaður með því að þú hafir samband við hjúkrunarfræðinginn í skólanum.
En þú skalt hafa í huga að það er alveg eðlilegt að svitna enda gera það allir. Líkaminn er að breytast hratt á þessum árum og hormónarnir kannski ekki alltaf í jafnvægi. Þú ert örugglega ekki ein um að vera að velta þessu fyrir þér.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna