Spurt og svarað

Allt sem þú vildir vita

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum. 100% trúnaður.

Sendu okkur spurningu


Skóli : Mega kennarar taka símann?

Hæ - mega kennarar taka símann af unglingum í kennslustundum?

Skóli : Leita að vinnu með skóla og vill æfa eitthvað

Eg er að leita mer að vinnu með skola i Keflavík eg varð 14 i mai hvað ma eg vinna leingi og hvar get eg unnið? & eg er kannski lika að leita að ehv að æfa i Keflavík með vinnu og skola ? Hvar get eg fengið vinnu og æfingar ? Takk takk

Kynlíf og sambönd : Má mamma banna mér að hitta kærastann minn?

Má mamma mín banna mér að hitta kærastan minn? Ég er fædd 2001 og hann 1998, hann býr rúmlega klst í burtu og ég sé hann þess vegna ekki oft. Hann var í fíkniefnaneyslu en fór í meðferð. Hann er í Vinakoti núna... En mega foreldrar banna manni að hitta kærasta manns?

Heilsa og líðan : Erfiðir foreldrar - þunglyndi

Er það í lagi að foreldri beiti manni ofbeldi og öskrar á mann stanslaust og einnig tekur af manni síman . Held líka að ég sé að verða þunglynd, ég hef margoft grátið mig til svefns. Þegar fólk sér mig þá ser það mig svo rosalega glaðlynda stelpu ég reyni lika alltaf að fela þunglyndi mína fyrir annað fólk. HJÁLP

Ýmislegt : Upplýsingasíður

Ég veit ekki hvort það hefur verið sagt fólki frá þessari síðu, en það hefði kannski geta hjálpað mér/öðrum að hafa vitað um hana fyrr :3 btw er hægt að fá lista af góðum síðum sem geta hjálpað manni í framtíðinni. Veit að þetta er ekki besta spurningin en bara ef það er hægt þá er það mjög gott :)

Fjölskylda : Ein heima í nokkra daga

Hvað þarf maður að vera gamall til að vera einn heima (í nokkra daga)?

Kynlíf og sambönd : 16 ára vill hitta 22 ára

Hæ Ég er 16 ára gömul stelpa og ég er að tala við strák sem er 6 árum eldri en ég. Mamma og Pabbi eru virkilega ekki að fýla það og seigja að ég meigi ekki hitta hann og ef ég skyldi gera það og t.d. sofa hjá honum gætu þau kært hann. Meiga þau banna mér að hitta hann og gætu þau kært?

Ýmislegt : Langar að vinna

Hæ, ég er 13 ára og mig langar að vinna. Ég bý í Reykjanesbæ og er búinn að leita forever að jobbi og finn bara að bera út hjá mogganum kl6 á morgnanna. Er eitthvað annað sem ég get unnið við?

Kynlíf og sambönd : Smokkurinn

Hæ ég Er 13 ára stelpa og ég var að enda við að gera það og veit ekki hvað eg var að hugsa hann notaði ekki smokk og eg var að spá hvort eg geri verið ólétt þvi þetta hvíta drasl kom inni mig hann er 15 ára og hann bað mig að spyrja þvi hann vill ekki að eg verði ólétt og hann vill bara halda þessu áfram en get eg orðið ólétt svona ung

Skóli : Fjarvist í tíma

Eftirfarandi erindi barst okkur á dögunum. Það var hins vegar skekkja í netfanginu sem fylgdi og ekki hægt að senda það áfram. Því birtum við það hér ásamt svari.

Má kennarinn segja ef þú hlýðir mèr ekki gef ég þér fjarvist í tíma?

Skóli : Má fara úr tíma

Má fara úr tíma þegar hann er búin og engin kennari eða engin mætir eða segir okkur að gera eih?

Vinir og félagslíf : Unglingadeildir í björgunarsveitum

Vitið þið hvað fylgir því að byrja í björgunarsveitinni ef það et hægt a þessum aldri?

Skóli : Af hverju þarf að læra samfélagsfræði?

Afh þarf maður að læra samfélagsfræði ? Ekki eins og ég vil vita eh um freðmýri og barrskóga. Er það skyldugreiðslur og afh?

Fjölskylda : Er neyddur til að vinna

Mega foreldrar neyða mann til að vinna? Foreldrar mínir vekja mig kl 8 um helgar og seigja mér að koma og vinna og þau hlusta ekki á mig um að mig langar ekki til þess

Skóli : Má kennari lemja mann með blýanti?

Má kennari lemja nemanda sinn í hausinn með blýanti (fast)? Ég vil bara koma fleiru fram um þennan tiltekna kennara, hún sagði ekki fyrirgefðu(ef hún hafði gert það, þá mundi ég fyrirgefa henni) og horfir hún mjög illilega á mig oft eins og hún sé með persónulegt hatur gegn mér.

Heilsa og líðan : Ekki komin með nein brjóst.

Hvernig veit maður að maður sé seinþroska. Ég er 13 ára og eg er ekki komin með brjóst né neitt.

Síða 11 af 30

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica