Hvað eiga krakkar að fá borgað á tímann?
stelpa
16
Hvað eiga 16 ára krakkar að fá borgað á tímann??
Hæhæ
Það er misjafnt hvað 16 ára unglinga eiga að fá í laun eftir því við hvað þeir eru að vinna. Það er fjallað um laun í svokölluðum kjarasamningum og það er ólöglegt að borga lægri laun en kjarasamningar gera ráð fyrir. Það má hins vegar alveg semja um hærri laun. Þú ættir að geta haft samband við stéttarfélagið þitt til þess að fá frekari upplýsingar.
Hér getur þú lesið meira um vinnu og laun. Ef þú ert að vinna í verslun eru lágmarkslaun t.d. 209.664 kr. á mánuði fyrir 16 ára árið 2016, eða 1.233 kr. á tímann. Hér á vef umboðsmanns barna er líka hægt að lesa meira um vinnu.
Ef þú ert með fleiri spurningar eða vilt fá frekari aðstoð skaltu endilega hafa samband aftur.
Gangi þér vel.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna