16 ára vill hitta 22 ára
stelpa
16
Hæ Ég er 16 ára gömul stelpa og ég er að tala við strák sem er 6 árum eldri en ég. Mamma og Pabbi eru virkilega ekki að fýla það og seigja að ég meigi ekki hitta hann og ef ég skyldi gera það og t.d. sofa hjá honum gætu þau kært hann. Meiga þau banna mér að hitta hann og gætu þau kært?
Komdu sæl
Samkvæmt almennum hegningarlögum (202. grein) er einungis refsivert að stunda kynlíf með einstaklingi sem er undir 15 ára aldri. Það er þó líka refsivert að tæla ungmenni undir 18 ára með blekkingum, gjöfum eða með öðrum hætti. Foreldrar þínir geta því líklega ekki kært kærasta þinn ef þið stundið kynlíf. Það er þó mikilvægt að muna að enginn ætti að byrja að stunda kynlíf með öðrum fyrr en hann er tilbúinn til þess sjálfur. Hér á vef umboðsmanns barna getur þú lesið meira um kynlíf og sambönd.
Það munar yfirleitt miklu á reynslu og þroska 16 og 22 ára einstaklinga og er það líklega ástæða þess að foreldrar þínir hafa áhyggjur. Þar sem þú ert orðin 16 ára átt þú að ráða miklu um eigið líf sjálf og ráða því að mestu sjálf hvort þú hittir kærasta þinn. Foreldrar þínir bera samt ábyrgð á þér til 18 ára aldurs og geta því gripið inn í ef þau telja sambandið stefna velferð þinni í hættu. Það gæti verið góð hugmynd fyrir þig að ræða þessi mál við foreldra þína í rólegheitum, þannig að þið geti hlustað á sjónarmið hvors annars. Þá getið þið vonandi komist að samkomulagi sem þið eruð öll sátt við.