Spurt og svarað

Allt sem þú vildir vita

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum. 100% trúnaður.

Sendu okkur spurningu


Kynlíf og sambönd Vinir og félagslíf : Langar að eignast kærasta

Mér lanngar rosalega til að eignast kærasta. Ég er skotin í einum strák í bekknum mínum en ég veit ekki hvort honum líkar við mig og eg þori ekki að spurja hann

Skóli : Í framhaldsskóla í Reykjavík, býr ekki á höfuðborgarsvæðinu

Ég er 16 ára og er að? byrja í framhaldsskóla í Reykjavík í haust. Ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu svo ég þyrfti alltaf að taka strætó á milli, en það er tímafrekt og kostnaðarsamt svo ég var að velta fyrir mér hvort ég gæti búið þar. Eru einhverjir möguleikar í boði fyrir mig til að flytja sjálfur?

Heilsa og líðan : Útbrot og kláði við rakstur

Ég var að raka mig í fyrsta skiptið undir höndunum og á kynfærum í gær. Þegar ég vaknaðí var ég komin með útbrot og klæjar mjög mikið. Hvað á ég að gera?

Heilsa og líðan : Bólur á baki og hnakka

Hæ, ég er 14 ára gömul og ég veit að á þessum aldri fáum við bólur og svona en ég er mjög dugleg að þrífa andlitið og er ekki með neinar bólur þar. En ég er með bólur á bakinu og hnakkanum!! Mér finnst það mjög ógeðslegt og vil helst losna við þær fyrir sumarið. Hvað ætti ég að gera ??

Ýmislegt : Vinnutími 16 ára

Má 16 ára vinna 10 klukkutíma á dag?

Heilsa og líðan : Er þyngdin mín í lagi?

Hæ ég er 14 ára, 1.63 cm á hæð og 47 kg. Allar vinkonur mínar eru bara á svipaðri hæð og ég en þær eru 55 til svona 65 kg ... er þyngdin mín í lagi??

Kynlíf og sambönd : Mega 14 og 15 ára sofa saman?

Halló. Var að spá hvort 15 og 14 ára mega sofa saman.

Skóli : Er nám vinna?

Er nám í grunnskóla 100% vinna?

Vinir og félagslíf : Ég og vinkona mín lentum í rifrildi

vinkona mín og ég lentum í smá rifrildi. við fórum til skólastjórans að reyna laga þetta því við töluðum ekki við hvor aðra. þegar við vorum þar sagði hún markt leiðinlegt. t.d. að ég væri leiðinleg við hana og pirrandi. það særði mig því að ég er frekar viðkvæm persóna. svo talaði kennarinn okkur um þetta og við ''leystum þetta'' ég er ennþá mjög sár og langar ekki að tala við hana. ég hef verið að berjast líka við kvíða og fynst ég stressast meira upp fyrir skólanum og öllu því útaf þessu. hvað á ég að gera?

Fjölskylda : Heimilisstörf

Má foreldri hóta að þú fáir ekki kvöldmat heima og föt ef þú gerir ekki nógu oft heimilisstörfin?

Fjölskylda : Ofbeldi á heimili

Umboðsmaður barna fékk skilaboð þar sem barn segir frá ofbeldi á heimili. Það fylgdi ekkert netfang með fyrirspurninni en hér fyrir neðan er almennt svar um ofbeldi.

Við biðjum hins vegar þann sem sendi skilaboðin vinsamlegast um að hafa samband aftur þannig að við getum sent ítarlegra svar. 

Ýmislegt : Getum við leigt saman 17 ára?

hæ, mér og vinkonu minni langar að flytja að heiman og fara leigja saman. þegar við vorum að pæla í þessu þá fundum við ekki svar á netinu hvað aldurstakmarkið væri. við myndum fara í enda ágúst/byrjun sept 2017 og verðum við næstum því orðnar 18 ára (2-3 mán) já, við eigum efni á þessu og erum báðar í vinnu :) fyrirfram þakkir

Skóli : Kennari alltaf að koma við mig

Hvað get ég gert í því ef kennari er altaf að koma við mig í tímum og það virðist ekki virka að biðja hann að hætta?

Ýmislegt : Hvað eiga krakkar að fá borgað á tímann?

Hvað eiga 16 ára krakkar að fá borgað á tímann??

Skóli : Mega kennarar ljósrita nemaverkefni án vitundar?

Hæhæ. Mega kennarar í skólanum ljósrita verkefni eftir mig án minnar vitundar eða samþykkis? Ef svo er má hann þá líka sýna örðum starfsmönnum skólans verkefnið sem hann er búinn að ljósrita (kennurum og skólastjórnendum)? Kveðja

Skóli : Réttindi barna til að segja nei innan grunnskólans

Ég er í grunnskóla í 9. Bekk og ég var að spá í það hver réttindi mín og annara barna séu að segja NEI innan grunnskólans. T.d Oft ef ekki altaf erum við lækkuð eða feld í íþrótta tímum ef við viljum t.d ekki hlaupa hring í kringum elliðarárvatn eða reyna virkilega á okkur í tímum. Margir eins og ég sjálfur hafa ekki líkamlega getu eða þol í að hlaupa stanslaust í 40 mín. Núna veistu afhverju ég spyr um þetta og nú spyr ég aftur hver eru réttindi grunnskólabarna til að seigja nei innan grunnskólans og þá helst í íþróttatímum?

Síða 10 af 30

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica