Er nám vinna?
Strákur
15
Er nám í grunnskóla 100% vinna?
Komdu sæll.
Almennt er litið á nám í grunnskóla sem fulla vinnu og æskilegt að börn noti þær stundir sem þau eiga lausar til hvílda og tómstunda. Þá er litið á grunnskólann sem vinnustað nemenda (sjá 13. gr. laga um grunnskóla) þar sem þess skuli gætt að:
- nemendur finni til öryggis og njóti hæfileika sinna
- vinnuálag sé hæfilegt þannig að nemendur fái nægilega hvíld og
- námsumhverfi sé hvetjandi og nemendur njóti vinnufriðar
Þá þarf einnig að hafa í huga að vinnuálag sé í samræmi við aldur og þroska nemenda. Það kemur meðal annars fram í lögum um grunnskóla að vikulegur kennslutími hvers nemanda í grunnskóla skal vera að lágmarki:
- 1.200 mínútur í 1. – 4. bekk,
- 1.400 mínútur í 5. – 7. bekk og
- 1.480 mínútur í 8. – 10. bekk.
Vonandi svarar þetta einhverju.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna