Er þyngdin mín í lagi?
Stelpa
14
Hæ ég er 14 ára, 1.63 cm á hæð og 47 kg. Allar vinkonur mínar eru bara á svipaðri hæð og ég en þær eru 55 til svona 65 kg ... er þyngdin mín í lagi??
Við erum öll mismunandi, t.d. þegar kemur að beinabyggingu og vöðvamassa. Það er því alls ekkert óeðlilegt að einstaklingar sem eru jafnháir séu ekki jafnþungir. Mestu máli skiptir að maður sé sáttur við sjálfan sig og líði vel. Svo eru alltaf góð ráð að borða nóg af hollum mat og hreyfa sig reglulega.
Þú ert nokkuð létt miðað við hæð, en það þarf alls ekki að þýða að þú sért ekki heilbrigð. Ef þú hefur áhyggjur af þessu mæli ég með því að þú ræðir málin við foreldra þína eða einhvern annan fullorðinn sem þú treystir. Það gæti líka verið góð hugmynd að ræða við skólahjúkrunarfræðinginn í skólanum þínum.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna