Má kennari lemja mann með blýanti?
Má kennari lemja nemanda sinn í hausinn með blýanti (fast)? Ég vil bara koma fleiru fram um þennan tiltekna kennara, hún sagði ekki fyrirgefðu(ef hún hafði gert það, þá mundi ég fyrirgefa henni) og horfir hún mjög illilega á mig oft eins og hún sé með persónulegt hatur gegn mér.
Má kennari taka og geyma síma?
Má kennarinn taka af mér símann ef ég er bara með hann hjá mér og er ekki í honum. Hann sakaði mig að hafa verið í honum og neitaði síðan að gefa mér hann fyrr en eftir skóla. Hann skildi hann síðan eftir allann daginn á móttökuskrifstofunni þar sem hver sem er getur farið inn og stolið honum. Hver ber ábyrgð á því ef einhverjum GSM sima er stolið úr móttökunni?
Má kennari segja frá einkunnum?
Einn kennari í skólanum segir stundum einkunnir úr prófum yfir allan bekkinn. Má það? Stundum segir hann ekki einkunnirnar heldur bara "gott hjá þér" við einn en "þú átt að geta miklu betur......" við annan fyrir framan alla!!! Má það? Við erum alveg mörg sem erum orðin mjög pirruð útaf þessu.
Leit í töskum
Má fólk td í skólanum eða í skólabúðum (á Reykjum eða Laugum) fara í gegnum töskurnar okkar án okkar leyfis byggt á grunnsemdum um síma, nammi eða slíkt sem er ekki leyfilegt á meðan við erum í búðunum? Er það ekki brot á persónu rétti okkar?
Áfengismælar og böll
Hæ. Ég var að pæla í því þegar krakkar eru látnir blása í áfengismæli áður en þeir fara á ball í framhaldsskóla. Má láta alla blása? Má segja að ef þú blæst ekki þá kemstu ekki inn?
Heimakennsla
Má vera heimaskólaður? Kann ekki að orða þetta, ég vill vera heima í skólanum mér líður illa í mínum skóla hef lent í einelti og ekkert lætur mig líða betur og langar að vera heima skólaður það hefur verið sýnt í bandaríkjunum að nemendur sem hafa verið home schooled hafa haft 20% betri einkunnir þannig afhverju má ekki vera heima skólaður?
Má kennari taka af mér orku- eða gosdrykk?
Ef maður er með orku/gosdrykki í tíma eða á göngunum má kennarinn taka drikkinn og hella úr honum eða geyma hjá skólastjóranum?
Klósettferðir á skólatíma
Er í lagi að banna eða takmarka klósettferðir nemenda í skólum? Má kennari t.d. setja þá reglu að í kennslustund hjá honum séu klósettferðir ekki leyfðar?
Hve lengi má skóli halda eignum?
Hversu lengi hafa skólar rétt á að halda eignum sem þeir hafa tekið af krökkum? Mega þeir halda eignunum eins og þeim sýnist eða er einhver tímaregla t.d. til kl. 4 eða eitthvað?
Má kennarinn minn taka af mér símann?
Má starfsfólk grunnskóla taka af manni síma eða bolta og neita að láta mann fá þetta aftur fyrr en í lok skóladags?
Má skólinn segja að foreldrar verði að koma og sækja símann sem maður á?
Mega kennarar hóta nemendum?
Mega kennarar hóta nemendum?
Vond framkoma samnemanda
Það er ein stelpa í skólanum sem er ekkert sérstaklega skemmtileg. Hún kemur illa fram við mig og rífur kjaft við mig án þess að ég hafi sagt orð við hana eða gert henni eitthvað, einfaldlega útaf því að ég er ekki eins "kúl" og hún. Hún lætur mér líða virkilega illa. Svo segi ég örðum þetta sem þekkja hana líka og þeir segja bara, "ekki taka mark á henni, þetta er bara hún." En mér finnst persónulega að hún EIGI ekki að vera svona. En það versta við þetta er að vinkona mín sem ég er að reyna vera sem mest með, er farin að vera með henni í frímó. Svo að ég get ekkert verið með henni. Geturðu gefið mér einhvað ráð ?
Stelpuskólar og strákaskólar
Af hverju er ekki stelpur og strákar með sér skóla?? Það myndi vera miklu betra
Of mikið heimanám
Mér finnst, og ég veit að það finnst mörgum t.d. móður minni, ömmu, systur, bróður og vinum, að það sé alltof mikið heimanám í skólanum.
Mismunandi reglur fyrir bekki í sama árgangi
Kennararnir í fjórðu bekkjunum í skólanum mínum, eru ekki með sömu reglurnar og það finst mér ósanngjarnt. Til dæmis þegar það má koma með dót í skólann mega hinir fjórðu bekkirnir koma með rafdót, en ekki minn bekkur. Eiga ekki kennarar að hafa sömu reglurnar í öllum bekkjunum? Eða geta þeir gert bara það sem þeim langar til?
Framhaldsskóli afhendir einkunnir til foreldra
Ég varð 18 ára snemma á árinu og er í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Mátti skólinn minn afhenda foreldrum mínum einkunnirnar mínar?
Þó svo að ég sé búinn að vera fullorðinn einstaklingur í nokkra mánuði?